- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
89% starfsmanna í leikskólum Kópavogs eru ánægður í starfi að því er fram kemur í nýrri starfsánægjukönnun sem gerð var á meðal leikskólastarfsmanna í Kópavogi.
92% svarenda segja stjórnendur veita þeim stuðning og um 85% telja að hlustað sé á ábendingar starfsmanna. Starfsmenn telja að þekking þeirra og hæfni nýtist í starfi, þeir fái hrós fyrir vel unnin störf og möguleikar á að þróa sig í starfi séu til staðar.
Alls voru 15 spurningar lagðar fyrir starfsmenn sem snerta vellíðan í starfi, upplýsingastreymi, starfsánægju, tengsl, metnað, starfsþróun, trúnað, virðingu, liðsheild, stjórnum, hrós og vinnuaðstæður.
Niðurstöður í öllum spurningum nema einni voru jákvæðari en síðast þegar könnun var lögð fyrir starfsmenn, fyrir tveimur árum síðan. 66% telja vinnuaðstöðu vera góða sem er 5 prósentustigum lægra en í síðustu könnun.
„Við erum auðvitað mjög ánægð með niðurstöðurnar en stefnum á að gera enn betur í leikskólunum í Kópavogi og nýtum könnunina til þess,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, leikskólaráðgjafi.
60% þeirra 633 starfsmanna sem starfa í leikskólum bæjarins tóku þátt í könnuninni. Hún var lögð fyrir í aprílmánuði síðastliðnum.