- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi opna á ný mánudaginn 4.maí fyrir hádegismat. Stefnt er á að bjóða upp á hreyfingu í félagsmiðstöðvunum frá mánudeginum 11.maí.
Haft verður samband við alla sem hafa verið fastagestir í mat, til þess að kynna þessa breytingu. Áætlun er unnin eftir þeim fyrirmælum sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út, en það er að hámarksfjöldi sé 20 manns í rými og 2 metrar á milli.
Nánar:
Frá og með 11. maí er stefnan sú að bjóða upp á hreyfingu, passað upp á að tveir metrar verði á milli fólks og gætt að sótthreinsun á milli.
Áfram verður haldið með verkefni sem hafa verið í gangi síðan Covid-19 faraldurinn hófst, símavini og samfélagslegt net:
Símavinur: Starfsmenn hringja í fólk og bjóða upp á símavinasamtal einu sinni til tvisvar í viku. Tilgangur símtalsins er að mæta félagsþörf fólks með spjalli um daginn og veginn og sömuleiðis til að kanna hvernig fólk hefur það og hvort það vanhagi um eitthvað. Í þeim tilvikum þar sem starfsmenn hafa áhyggjur af fólkinu eða fá upplýsingar um að fólk vanhagi um mat eða annað þá er þeim upplýsingum komið til deildarstjóra öldrunarþjónustu.
Samfélagslegt net: Starfsmenn kanna möguleikann á hvort að þeir sem eiga ipad eða tölvu vilja nýta sér tæknina til að hittast á þann máta og gera eitthvað hópastarf (syngja, spil, handavinna, upplestur).