- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Stefnt er að fræsa og malbika vestari akrein Vatnsendahvarfs á mánudaginn næstkomandi 2. september ef veður leyfir. Byrjað verður á að fræsa Vatnsendahvarf við Breiðholtsbraut kl 5:00 og lokast þá öll aðkoma inn í Kópavog frá Breiðholtsbraut tímabundið. Áætlað er að hægt verði að opna fyrir umferð inn Ögurhvarf kl. 7:00 og inn Urðarhvarf kl. 8:00. Hægt verður að komast í Víkurhvarf um Urðarhvarf frá kl. 8:00 og einnig inn á Vatnsendaveg um Urðarhvarf og Tónahvarf frá kl. 8:00. Búist er við að fræsingum verður að fullu lokið um kl. 12:00.
Kl. 19:00 lokast Vatnsendahvarf við Breiðholtsbraut aftur vegna malbikunar. Stefnt er að að hægt verði að opna fyrir umferð að Ögurhvarfi kl. 21:00 og að Urðarhvarfi kl. 22:00. Frá kl. 22:00 nýtist Urðarhvarf sem hjáleið að Víkurhvarfi og Vatnsendaveg. Áætlað er að malbikun verði að fullu lokið kl. 24:00.
Umferð um eystri akrein Vatnsendahvarfs þ.e. frá Vatnsendavegi að Breiðholtsbraut mun að mestu haldast óröskuð.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.