- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Líf og fjör var á Hálsatorgi í Kópavogi í morgun þegar sumarstarfsmenn Molans, í Skapandi sumarstörfum, ungmennahúss bæjarins, skemmtu leikskólabörnum, með leik og dansi en markmiðið er að lífga upp á torgið yfir sumartímann. Dagskráin í morgun var fyrsta skrefið í þeirri viðleitni Kópavogsbæjar.
Sett hafa verið upp trjábeð og blóm á torginu til að skapa þar skjól og hlýlegra umhverfi.
Torgið er á Kópavogshálsinum á milli Íslandsbanka, heilsugæslunnar í Hamraborg og Bókasafns Kópavogs. Þaðan er stutt í veitingastaði og verslanir í Hamraborginni og á menningartorfuna.
Eftir skemmtidagskrána á torginu var gengið yfir í Bókasafn Kópavogs þar sem leikskólabörnin fengu skapandi fræðslu með tónlist og upplestri.
Stefnt er að því að fleiri slíkar uppákomur verði á Hálsatorgi í sumar og hefur ungt skapandi fólk í Skapandi sumarstörfum m.a. boðað komu sína þangað 18. júlí. Allir eru velkomnir.
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér torgið í meira mæli á góðviðrisdögum og setjast þar jafnvel niður með nesti og njóta lífsins.