- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lestrarmaraþon fór fram í Smáraskóla í Kópavogi í dag en þá lásu allir nemendur ásamt starfsmönnum í hljóði í sjö til fimmtán mínútur. Hver bekkur hafði einn stól til umráða sem staðsettur var í miðrými skólans og voru þeir uppteknir í allan dag. Tilgangurinn er að auka áhuga nemenda á lestri og vekja athygli á því hve auðvelt er að taka sér bók í hönd og lesa sér til ánægju.
Björg Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri Smáraskóla, segir að dagurinn hafi tekist mjög vel. „Þau máttu lesa það sem þau vildu, sumir eru með kjörbækur sem þau hafa nú þegar valið sér en annars er bókaskápur við leshringinn þar sem allir gátu náð sér í lestrarefni,“ segir hún.
Lesið var stanslaust frá kl. 8.30 til kl. 13.00.
Lestrarmaraþonið var haldið í tilefni þess að í gær var haldinn alþjóðlegur dagur læsis.