Leiksvæði við Eskihvamm endurgert

Nýtt undirlag var lagt undir bæði leiktæki og stíga en þetta er fyrsti leikvöllurinn í Kópavogi sem…
Nýtt undirlag var lagt undir bæði leiktæki og stíga en þetta er fyrsti leikvöllurinn í Kópavogi sem notar undirlag úr korki.

Endurbótum er lokið á leiksvæði þar sem Eskihvammur og Reynihvammur mætast og hefur svæðið verið tekið algjörlega í gegn. Framkvæmdum lauk í byrjun sumars 2024. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri, bekkir og flokkunartunna er meðal þess sem er að finna á leiksvæðinu eftir endurgerð.

 

 

Bætt hefur verið aðgengi með breikkun stíga og fjarlægingu á þrepum. Nýtt undirlag var lagt undir bæði leiktæki og stíga en þetta er fyrsti leikvöllurinn í Kópavogi sem notar undirlag úr korki. Þá hefur gróður verið tekinn í gegn, ónýtir runnar fjarlægðir og nýjum plantað.

 

 

Verkið er liður í aðgerðaáætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir rúmum 2 árum.