Justin Timberlake í Kórnum

Justin Timberlake í Kórnum
Justin Timberlake í Kórnum

Justin Timberlake verður með tónleika í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Tónleikahaldarar leigja Kórinn af Kópavogsbæ og hafa starfsmenn bæjarins komið að undirbúningnum m.a. til að tryggja öryggi húsnæðis og umferðar á tónleikadegi. Kórinn var byggður af Kópavogsbæ og tekinn í notkun árið 2007 sem fjölnota hús fyrir íþróttir, ráðstefnur og tónleika. 

Kórinn er stærsta mannvirki sinnar tegundar hér á landi. Ekkert annað hús á Íslandi getur tekið á móti fleiri tónleikagestum, eða hátt í nítján þúsund manns.
 
Rík áhersla er lögð á að sem minnst truflun hljótist af tónleikunum fyrir íbúa Kórahverfis sem og að aðgengi fyrir tónleikagesti verði gott. Íbúar geta búast við nokkurri umferð 24. ágúst, sérstaklega frá kl. 16:00 til 23:00. Umferð verður stjórnað af lögreglu og bæjaryfirvöldum.  
 
Sérstök biðstöð verður fyrir leigubíla alveg við Kórinn en fólk er hvatt til að nýta sér almenningsvagna og leigubíla til og frá tónleikastað.
 
Þrenn bílastæði eru innan hverfisins fyrir þá sem kjósa að mæta á einkabílum: Á svæði Spretts, í Urðahvarfi og í Víðidal.
 
Stöðugar rútuferðir verða á milli bílastæða og tónleikahallarinnar fyrir tónleikagesti, fyrir tónleika, á meðan þeim stendur og eftir tónleika.Sérstakt bílastæði verður fyrir fatlaða, alveg við Kórinn. 
 
Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 6. mars kl. 10:00 á miði.is.
 
Greint er frá tónleikunum í Kópavogi á vef Justin Timberlake.
 
Sena hafði milligöngu um að fá tónlistarmanninn til landsins.