- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hin árlega Jazz- og blúshátíð í Kópavogi hófst um helgina þegar Björn Thoroddsen gítarleikari hélt um 20 mínútna tónleika í heimahúsum í Kópavogi. Bæjarbúar gátu sótt um að fá tónleikana, sem haldnir voru á föstudags- og laugardagskvöld, heim til sín. Í vikunni verða tónleikar í Gullsmára, félagsmiðstöð aldraðra, í Molanum ungmennahúsi og í Snælandsskóla. Hátíðinni lýkur með tvennum tónleikum í Salnum.
Tónleikarnir í Salnum fara fram föstudagskvöldið 10. október og laugardagskvöldið 11. október.
Fyrra kvöldið í Salnum verða tónleikar með Guitar Islandico. Hljómsveitin hefur gert garðinn frægan með skemmtilegum útsendingum á íslenskum þjóðlögum. Tríóið skipa Gunnar Þórðarson (gítar), Björn Thoroddsen (gítar) og Jón Rafnsson (Kontrabassi)
Seinna kvöldið í Salnum spilar Icelandic All Star Jazzband. Sveitin er skipuð jazzleikurum sem hlotið hafa víðarkenningu víða. Í henni eru: Sigurður Flosason (saxófónn) Tómas R. Einarsson, (kontrabassi) Einar Valur Scheving (trommur), Kjartan Valdemarsson (píanó) Björn Thoroddsen (gítar).
Jazz- og blúshátíð Kópavogs er sem fyrr styrkt af lista- og menningarráði en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Björn Thoroddsen.
Dagskrá vikunnar:
Mánudagurinn 6 okt kl 16:30 Gullsmárinn Svavar Knútur
Þriðjudagur 7 okt kl 10:00 Snælandsskóli tónleikar fyrir alla nemendur skólans
Fimmtudagurinn 9. okt kl 20:00 Molinn Djamm með unga fólkinu. Allir mæta hljóðfæri og hlutirnir gerast
Föstudagurinn 10. okt kl 20:00 Salurinn Guitar Islancio
Laugardagurinn 11. okt kl 20:00 Salurinn Icelandic allstar Jazzband