- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjölmargar hugmyndir voru settar fram í hugmyndasöfnun um nýja ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs. Hugmyndum var safnað rafrænt undir heitinu Menningarmiðja Kópavogs fyrir þrjú svæði, upplifunar og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs, útisvæði við menningarhúsin og Hálsatorg.
Meðal þess sem hugmyndaríkir Kópavogsbúar komu með var árstíðabundin nýting á Hálsatorgi, mathöll og leiktæki. Á útisvæðinu vildu þátttakendur meðal annars sjá skautasvell, ávaxtatré, leiktæki og meira skjól. Loks lögðu mörg orð í belg fyrir fyrstu hæð Bókasafnsins og þar var meðal tillagna að setja upp vísindasafn, kaffihús, hljóðver, leikhús, leikfangasafn svo fátt eitt sé talið.
Hugmyndasöfnin, sem stóð yfir 23.júní til 14.júlí, er innlegg í mótun miðbæjar Kópavogs. Unnið verður úr hugmyndunum og þær kynntar á opnum degi í menningarhúsum Kópavogs þann 9.september. Á kynningunni gefst almenningi kostur á að ræða fram komnar hugmyndir og bæta við þær.