- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sérútbúið hjól sem verður nýtt til hjólaferða með aldraða var vígt í Kópavogi á mánudag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók á móti hjólinu ásamt Svanhildi Þengilsdóttur yfirmanni þjónustudeildar aldraðra. Hjólið, sem Kópavogsbær festi kaup á í samráði við samtökin Hjólafærni, verður staðsett á hjúkrunarheimilum í bænum og munu sjálfboðaliðar fara í hjólatúra með heimilisfólk. Sesselja Traustadóttir framkvæmdastjóri Hjólafærni sem stendur fyrir verkefninu segir verkefnið byrja vel og hafa þegar nokkrir sjálfboðaliðar skráð sig til leiks í Kópavogi.
Haldið verður úti bókunarvef fyrir verkefnið, tvö hjól af þessu tagi eru í Reykjavík en eitt í Kópavogi. Hugmyndin kemur frá Danmörku þar sem hliðstætt verkefni hefur verið rekið með góðum árangri undir slagorðinu cykling uden alder eða hjólað óháð aldri.
Hjólin eru framleidd undir merkinu Christiania bikes, þau eru rafmagnshjól með vagni á milli tveggja framdekkja, tveir farþegar geta setið í vagninum í einu.
Í Kópavogi verður hjólið til afnota fyrir íbúa Sunnuhlíðar, Roðasala og Boðaþings og er einnig verið að skoða frekari notkun þess.
Sjálfboðaliðar geta skráð sig til leiks með því að senda póst á hjolafaerni@hjolafaerni.is . Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á Facebooksíðunni Hjólað óháð aldri.