- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íbúar í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, hafa verið mjög duglegir að nýta sér hjólreiðaferðir í sérútbúnu hjóli sem fest var kaup á fyrir tveimur árum. Pláss er fyrir tvo í sæti sem er á hjólinu en það eru sjálfboðaliðar sem hjóla með íbúana.
Á dögunum festi Kópavogsbær kaup á vetrardekkjum og kuldagöllum svo hægt sé að halda hjólaferðum áfram yfir veturinn. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar, afhentu búnaðinn en Svanur Þorsteinsson tók við honum fyrir hönd sjálfboðaliða. Svanur er hjólar margar ferðir í viku með íbúa Sunnuhlíðar.
Í tengslum við verkefnið verða leiðir sem henta hjólinu kortlagðar.
Hjólið var keypt af Kópavogsbæ í samráði við samtökin Hjólafærni sem skipulögðu verkefnið að danskri fyrirmynd. Verkefnið ber heitið Hjólað óháð aldri. Hjólin eru dönsk rafmagnshjól. Hjólin eru framleidd undir merkinu Christiania bikes, þau eru rafmagnshjól með vagni á milli tveggja framdekkja.