- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hinrik Snær Guðmundsson, frá félagsmiðstöðinni Þebu í Smáraskóla, sigraði í árlegri söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi á mánudagskvöld. Hann ásamt þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti tekur þátt í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni í mars.
Hinrik Snær lék á fiðlu og flutti lagið Fairytale en það lag gerði frægt norski fulltrúinn Alexander Rybak í Eurovision söngkeppninni árið 2009.
Ester Rós Brynjarsdóttir og Arnar Ingi Ingason, frá félagsmiðstöðinni Jemen í Lindaskóla, urðu í öðru sæti með lagið What a feeling. Og Þórunn Soffía Snæhólm, frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla, varð í þriðja sæti með lagið Make you feel my love.
Söngkeppnin fór fram í Salnum og kepptu níu atriði til úrslita, eitt atriði frá hverri félagsmiðstöð í bænum.
Fjölmargir fylgdust með keppninni og studdu sína fulltrúa og var andrúmsloftið rafmagnað þegar úrslitin svo loks voru kynnt.