Handboltamót unglinga í Kópavogi

Handboltamót unglinga í Kópavogi
Handboltamót unglinga í Kópavogi

Handboltamót er nýr viðburður í unglingastarfi félagsmiðstöðva frístunda – og forvarnadeildar og fór mótið fram í íþróttahúsinu Digranesi í gær. Auk keppni í handbolta var keppt í borðtennis og fótboltaspili. Undirbúningur að viðburðinum var unninn í samstarfi við handknattleiks – og borðtennisdeild HK.

Þátttaka var góð á mótinu og spennan jókst jafnt og þétt þegar leið að leikslokum. Í handboltanum kepptu 9 lið í karlaflokki og 4 í kvennaflokki, 9 lið í borðtennis karla og kvenna og  9 lið í fótboltaspili. Eitt kynjablandað lið var frá hverri félagsmiðstöð.
 

Sigurlið í mótinu voru þessi:

1. Sæti handbolti í flokki karla félagsmiðstöðin ÞEBA/ Smáraskóla

1. Sæti handbolti Í flokki kvenna félagsmiðstöðin PEGASUS/ Álfhólsskóla

1. Sæti borðtennis í flokki karla félagsmiðstöðin ÞEBA

1. Sæti borðtennis í flokki kvenna félagsmiðstöðin IGLÓ / Snælandsskóla

1. Sæti fótboltaspil, félagsmiðstöðin ÞEBA