- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Halastjörnur á Fífuhvammsvegi er nýjung í jólaskrauti Kópavogsbæjar í ár. Þar hafa verið settar upp jólaskreytingar í 26 ljósastaura, norðan götunnar.
Venju samkvæmt eru ljósum prýdd jólatré á hringtorgum og víðar í bænum, alls 26 talsins. Í ár voru þrjú jólatré fengin hjá íbúum Kópavogs af þeim sem sett eru upp fyrir aðventuna, en flest hinna jólatrjánna í ár eru frá Skógræktarfélagi Kópavogs. Menningarhús bæjarins, sundlaugarnar, Hamraborgin og brýrnar yfir Hafnarfjarðarveg eru líka lýst jólaljósum.
Jólatrén standa upplýst fram á þrettándann en undanfarin ár hafa jólaseríurnar yfir Hafnarfjarðarveginum staðið fram í febrúar, enda allt eins um skammdegislýsingu að ræða.
Íbúar Kópavogs sem þurfa að grisja grenitré úr görðum sínum geta haft samband við Þjónustumiðstöð bæjarins og ef tréð er nýtanlegt til jólaskreytinga tekur bærinn að sér að fella það. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast lengi og reynst vel.