- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þriðjudaginn 4. júlí verður farin gróðurganga um vesturhluta Fossvogsdals.
Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis er mikið, enda nýtur hann mikilla vinsælda sem slíkur.
Í gróðurgöngunni verður leitast við að kynna fólki þann gróður og annað sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins. Lagt verður af stað frá íþróttasvæði HK í Fagralundi neðan Furugrundar kl. 17:30 og er áætlað að enda gönguna á sama stað um kl. 19:00.
Gönguna leiða Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands.
Gróðurgangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands.