Gönguhópur Virkni og Vellíðan

Gönguhópur Virkni og Vellíðan gekk 4 kílómetra hring í kringum Kársnesið miðvikudag 24. júlí.
Gönguhópur Virkni og Vellíðan gekk 4 kílómetra hring í kringum Kársnesið miðvikudag 24. júlí.

Gönguhópur Virkni og Vellíðan hittist vikulega á miðvikudögum fyrir hádegi en öllum Kópavogsbúum er velkomið að taka þátt. Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

 

 

Þátttakendur í verkefninu fá tækifæri á því að stunda hreyfingu í því félagi sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi. Markmiðið er að stuðla að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu bæjarbúa í Kópavogi og stuðla jafntframt að farsælli öldrun. Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú; Breiðablik, Gerplu og HK.

 

 

Starfið byggir á hópþjálfun undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara og fá allir þátttakendur tækifæri á því að stunda æfingar 2-3x í viku. Á æfingum er lögð áhersla á fjölbreytta þjálfun og er það í samræmi við það sem rannsóknir hafa sýnt - að þjálfun sem inniheldur styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar eru æskilegar eldra fólki.

 

 

Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt en annars vegar samanstendur hún af þjálfun sem fer fram í íþróttafélögum bæjarins og hins vegar þjálfun sem fer fram í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Mánaðargjaldið í Virkni og Vellíðan í íþróttafélögunum er 4.500 krónur á mánuði en greitt er fyrir heila önn í einu svo æfingagjöld miðast við 18.000 krónur á haustönn og 22.500 krónur á vorönn. Enginn æfingagjöld eru rukkuð fyrir þátttöku í Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvunum.

 

 

Virkni og Vellíðan býður ekki eingöngu upp á hreyfingu en verkefnið stendur einnig fyrir fjölmörgum félagslegum viðburðum en þar má nefna páskabingó, jólahlaðborð, pálínuboð og að sjálfsögðu kaffi í lok allra æfinga.

 

Hægt er að fylgjast með gönguhóp Virkni og Vellíðan á facebook-síðu verkefnisins hér.

Hægt er að lesa meira um starfsemi Virkni og Vellíðan hér.