- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn í sína starfsemi. Markaðsstofa Kópavogs heldur utan um verkefnið í samvinnu við Kópavogsbæ, sem hefur unnið að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Fyrirtækin sem hafa skrifað undir eru Íslandsbanki, Reginn, Sky Lagoon,Prófító bókhaldshús, BYKO, Festi, Valka, Mannvit, Tryggingastofnun, Hótel Kríunes og Brunabótafélag Íslands, eignarhaldsfélag.
„Það er ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga hjá fyrirtækjum í Kópavogi á því að stuðla að sjálfbærri þróun sem er inntak Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi.
Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum á fundi Kópavogsbæjar í dag sem haldinn var í tilefni útgáfu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um þátttöku Kópavogsbæjar í alþjóðlegu verkefni OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða því tengdu.
Samstarf um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá fyrirtækjum er einn afrakstur þátttöku bæjarins í verkefninu. Rýnihópur fyrirtækja undir handleiðslu Markaðsstofunnar forgangsraðaði þeim átta heimsmarkmiðum sem valin voru í verkefnið.
„Markaðsstofa Kópavogs hvetur fyrirtæki og stofnanir í bænum til að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í stefnu sína og daglegan rekstur og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki.,“ segir Björn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.