- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti friðlýsinguna fyrir sitt leyti á fundi sínum 10. janúar.
Friðlýst eru tvö svæði, annars vegar um 39 hektara svæði í Kópavogi og hins vegar um 24 hektara svæði í Fossvogi, alls um 62 hektarar. Þrjú önnur svæði hafa þegar verið friðlýst í bænum, þ.e.a.s. Víghóll árið 1983, Borgarholtið árið 1981 og Tröllabörn í Lækjarbotnum árið 1983.
Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, en þar er undirstaða fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Jafnframt er markmiðið að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins en strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og annað sjósport.
Í samningnum um umsjón og rekstur svæðisins er m.a. kveðið á um að Náttúrufræðistofa Kópavogs vakti náttúru svæðisins og lífríki þess og gefi Umhverfisstofnun og Kópavogsbæ ábendingar um aðsteðjandi hættur. Umhverfisstofnun, Kópavogsbær og Náttúrufræðistofa Kópavogs sameinast einnig um að kynna verndarsvæðið m.a. með fræðsluefni, bæklingum og skiltum.