- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fyrsta skóflustunga í verkefninu 201 Smára var tekin í dag. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, ásamt Ingva Jónassyni, framkvæmdastjóra Klasa tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga uppbyggingarinnar.
Um er að ræða fyrsta áfanga 620 íbúða byggðar sem mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi. Byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í fyrsta áfanga verða byggðar 57 íbúðir sem eru vel hannaðar 2ja til 4ra herbergja. Aðalhönnuður er Arkís og samið hefur verið við ÍAV um verktöku. Miðað er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í árslok 2018 en að hafist verði handa við næsta áfanga verkefnis strax næsta haust.
,,Nú er að hefjast nýr kafli í uppbyggingu á Smáralindarsvæðinu sem er einkar ánægjulegt. Væntanlegir íbúar munu njóta þess að búa á frábærum stað miðsvæðis í hverfi þar sem öll þjónusta er til staðar, skólar og verslun," segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
,,Við erum afar ánægð að hefja nú framkvæmdir við þetta spennandi og glæsilega hverfi. Hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Almenningi hefur m.a. gefist tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins með aðstoð gagnvirks vefsvæðis og var þátttaka mjög mikil," segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa.
Einnig gafst íbúum kostur á að taka þátt í nafnasamkeppni um heiti gatna og torgs á svæðinu. Niðurstaðan þar verður kynnt á næstu vikum og þá verða veitt verðlaun bæði í samkeppni um heiti gatna og dregið úr heppnum einstaklingi sem hlýtur verðlaun fyrir að hafa tekið þátt í leik á 201.is.
Nánar upplýsingar verða á slóðinni www.201.is og inná facebook.com/201smari.