- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur. Þá hafa þó nokkrir fengið sér bókasafnsskírteini á Bókasafni Kópavogs sem einnig er ókeypis fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.
Nemendur hafa líka nýtt sér miða og afslætti á tónleika í Salnum. Þá er, eins og alltaf, ókeypis fyrir framhaldskólanema í Gerðarsafn en sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands lauk síðustu helgi. Næsta sýning verður opnuð 12. apríl, það er útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við LHÍ. Ókeypis verður inn á þá sýningu.
Bæjarráð Kópavogs samþykkti 20. febrúar að nemendur framhaldsskóla fengju frítt í sund, ókeypis bókasafnsskírteini og afslátt á tiltekna tónleika. Bæjarráð hvatti auk þess nemendur til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og að öðrum söfnum í Kópavogi.
Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur.