- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Laugardaginn 27. maí nk. kl. 13:00-16:00 verður haldinn árlegur fræðsludagur í trjásafninu í Meltungu í Fossvogsdal, neðan við Kjarrhólma. Fræðsludagurinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróðursverkefnisins.
Í Meltungu er margt að sjá og skoða eins og Yndisgarðinn, Aldingarðinn, garðlöndin, Sígræna garðinn, trjásafnið og Rósagarðinn.
Fræðsludagurinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróðursverkefnisins.
Mæting er við lysthúsið í Yndisgarðinum kl. 13:00, Boðið verður upp fjölbreytta fræðslu um ræktun, víðsvegar í trjásafninu.
Við garðlöndin mun Jóhanna B. Magnúsdóttir frá matjurtaklúbbi Garðyrkjufélagsins fræða gesti um matjurtaræktun og sýnikennsla verður á því hvernig sett er niður í matjurtagarð. Félagar GÍ segja frá starfsemi matjurtaklúbbsins. Þessi dagskráliður verður einungis á milli kl. 13:00 og 14:00
Í Yndisgarðinum mun Samson B. Harðarssonog Steinunn Garðarsdóttir kynna garðinn og Yndisgróðursverkefnið. Einnig verður kynnt tilraunaverkefni í notkun fjölærra þekjuplantna og skrautgrasa.
Í Aldingarðinum verður Jón Guðmundsson frá Akranesi við mælingar og klippingu ávaxtatrjáa og berjarunna um leið og hann fræðir áhugasama um ræktun þeirra.
Sígræni garðinum verður skoðaður og sagt frá nýlega stofnuðum klúbbi Garðyrkjufélagsins um ræktun sígrænna plantna.
Í norræna rósagarðinum í trjásafninu og mun Vilhjálmur Lúðvíksson og félagar í rósaklúbbi Garðyrkjufélagsins kynna garðinn, rósaklúbbinn og rósarækt almennt.
Kl. 14:30 verða afhend verðlaun fyrir ljósmyndakeppni Rósaklúbbsins.
Einnig verður unnið að gróðursetningu trjáa og runna í trjásafninu og mun Karl Guðjónsson sjá um það. Þarna er tilvalið að fræðast um „villtar“ gróðursetningar, líkt og í sumarbústaðalöndum o.fl.
Að auki mun Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, leiða fræðslugöngu um trjásafnið í Meltungu ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, fræðslu- og verkefnastjóra Garðyrkjufélags Íslands.
Fræðsludeginum lýkur kl. 16:00 með samsæti í Yndisgarðinum þar sem boðið verðu upp á grillpylsur, gosdrykki og vatn.
1 Yndisgarðurinn
2 Garðlöndin
3 Aldingarðurin
4 Sígræni garðurinn
5 Norræni rósagarðurinn
6 Trjásafnið í holtinu