- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Laugardaginn 4. júní kl. 13.30 verður síðasta fjölskyldustund þessa vetrar í menningarhúsum Kópavogs á dagskrá.
Að þessu sinni verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn. Farið verður á milli staða í hjarta Kópavogs en á leiðinni verða ýmsar skemmtilegar uppákomur þar sem persónur úr óperum koma við sögu.
Nú standa yfir Óperudagar í Kópavogi og hafa ýmisskonar viðburðir verið í boði hér og þar, meðal annars voru skólar heimsóttir með atriðum úr óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafssonog splunkuný Fótboltaópera var frumflutt. Þeir sem misstu af þessum viðburðum gætu mögulega fengið annað tækifæri í fjölskyldustundinni á laugardaginn.
Frá því í janúar hafa húsin staðið fyrir fjölskyldustundum á hverjum laugardegi en þessi samvinna milli Gerðarsafns, Salarins, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs hefur mælst vel fyrir. Því verður haldið áfram að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á laugardögum næsta haust og vetur. Fjölskyldustundir Menningarhúsanna í Kópavogi eru ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.