- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Spunaverk ungra listdansara, leiðsögn um sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar, spákonulestur, erindi um nýjasta stöðuvatn landsins og sýning um íþróttastarf í Kópavogi er meðal þess sem verður í boði á Safnanótt í Kópavogi, föstudagskvöldið 8. febrúar. Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands, Héraðsskjalasafn Kópavogs og ungmennahúsið Molinn verða með fjölbreytta dagskrá fyrir gesti og gangandi frá kl. 19:00 til 24:00. Allir eru velkomnir og frítt er á alla viðburði.
Fjölmargir lögðu leið sína á menningarholtið okkar hér í Kópavogi í fyrra og er einnig búist við góðri þátttöku í ár.
Hægt er að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sem gengur á milli safna höfuðborgarsvæðisins frá kl. 19:00 til 24:00.
Dagskrá Safnanætur í Kópavogi
Bókasafn Kópavogs:
19:30-20:00 Einar Einstaki
Einar Einskaki töframaður skemmtir börnum með töfrabrögðum.
Bókasafn Kópavogs, 3. Hæð, barnadeild
20:30-21:00 Einar Einstaki
Einar Einskaki töframaður skemmtir börnum með töfrabrögðum.
Bókasafn Kópavogs, 3. Hæð, barnadeild
20:00-22:00 Sirrý spákona.
Spákonan Sirrý spáir fyrir gestum Bókasafns Kópavogs á 2. Hæð í Heita pottinum.
Bókasafn Kópavogs, 2. Hæð, Heiti potturinn
21:30- 22:00 Kristján Frímannsson
Kristján Frímann ræður drauma fyrir gesti og gangandi
Bókasafn Kópavogs, 3. Hæð, Listvangur
23:00 – 23:30 Svavar Knútur
Lifandi tónlist á fyrstu hæð Bókasafnsins
Gerðarsafn:
19:00 Tónn í öldu – fyrir börnin
Barnaleikir í fylgd með fullorðnum verða í boði allt kvöldið þar sem börn fá skemmtileg verkefni til að leysa í tengslum við sýninguna Tónn í öldu.
Á neðri hæð safnsins verður í gangi myndbandsverkið Afturgöngur, sem er leikbrúðuópera, eftir Helga Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson.
19:00 Leiðsögn um sýninguna Tónn í öldu
Helgi Þorgils Friðjónsson, listamaður verður með leiðsögn um sýningu sína Tónn í öldu.
22:00 Spunaverk nemenda Listdansskóla Íslands
Nemendur úr Listdansskóla Íslands flytja spunaverk unnið út frá sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar Tónn í öldu.
Héraðsskjalasafn Kópavogs:
Kl. 19-24: Opið hús. Ný húsakynni skjalasafnsins sýnd gestum og gangandi.
Íþróttir í Kópavogi. Sýning á skjölum tengdum íþróttastarfi í Kópavogi.
Skák á skjalasafninu. Félagar í Tafldeild Breiðabliks verða á staðnum með skákborð.
Myndasýning Sögufélags Kópavogs. Gamlar myndir úr Kópavogi verða sýndar á tjaldi og rabbað um fyrri tíð í Kópavogi.
Molinn:
20:00 - 24:00 Uss ! Opnun á ljósmyndasýningu Sonju Nikulásdóttur og Ólafar Sigþórsdóttur. Myndefni sýningarinnar fjallar um alvarleg vandamál sem margir þurfa að kljást við á hverjum degi. Markmiðið er að sýna ófríðu hlutina í lífinu sem fólk vill helst ekki sjá eða tala um.
Náttúrufræðistofa Kópavogs:
19:30-20:30 Bessadýr í Blávatni
Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs flytur erindi í fundarsal safnahússin um nýjasta stöðuvatn landsins, Blávatn, sem fannst fyrir skömmu efst í gíg Oksins í Borgarfirði. Fjallað verður um tilurð vatnsins, efna- og eðlisþætti og fyrstu lífverurnar sem tekið hafa sér bólfestu í vatninu, en á meðal örfárra landnema eru bessadýr (Tardigrada), afar kuldakær, lífseig og forvitnileg smákvikindi.
20:30-21:00 Fyndnar furðuverur!
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður spjallar við safngesti um dýrslegar, fyndnar og furðulegar myndastyttur sínar sem eru til sýnis í anddyri Náttúrufræðistofunnar. Í Gerðarsafni stendur jafnframt yfir sýning á málverkum og styttum eftir Helga Þorgils sem ber heitið Tónn í öldu.
Tónlistarsafn Íslands:
20:30 Félagar úr félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík leika nokkur gömlu- og nýjudansalög í tónlistarsafninu.