Fjölbreytt dagskrá í haustfríi

Haustfrí í Kópavogi er 24. og 25. október.
Haustfrí í Kópavogi er 24. og 25. október.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á aðalsafni bókasafnsins í haustfríi grunnskóla Kópavogs dagana 24. og 25. október. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
 
Mánudagur 24. október
11:00-12:45 – Bíósýning á 1. hæð aðalsafns. Teiknimyndin Coco verður á stóra tjaldinu í fjölnotasalnum fyrir bíóþyrsta gesti.
13:00-15:00 – Ævintýraleg skrímslabókasmiðja á 1. hæð aðalsafns. Notaleg samverustund fyrir alla fjölskylduna, líka afa og ömmu. Allt efni á staðnum. Sjáumst í brakandi sköpunarstuði!
13:00-15:00 – Á Lindasafni verður perlusmiðja með hrekkjavökumyndum fyrir skapandi krakka.
 
Þriðjudagur 25. október
11:00-12:45 – Bíósýning á teiknimyndinni Encanto á 1. hæð aðalsafns.
13:00-15:00 – Hrekkjavökuperl í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Draugar, grasker og fleira ógurlegt!
13:00-15:00 – Á Lindasafni verður barmmerkjasmiðja í öllum regnbogans litum. Teiknaðu hvað sem þér dettur í hug og skelltu því í barmmerki.