- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember. Í bókun bæjarstjórnar segir: “Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.”
Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 102,7 milljóna rekstrarafgangi og þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 257,3 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Fjórða árið í röð lækka fasteignaskattar og útsvar er áfram undir leyfilegu hámarki. Skuldahlutafall bæjarins lækkar umtalsvert á næsta ári og hraðar en aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir, samkvæmt áætluninni verður það komið niður í 155,5% í árslok 2016.
Fjárhagsáætlun bæjarins er að finna hér
Greinargerð með fjárhagsáætlun er að finna hér