- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Erindaröð um ábyrgð verður haldin á Bókasafni Kópavogs vikulega á fimmtudögum í febrúar og mars. Fjórir þekktir einstaklingar greina frá viðhorfi sínu til efnisins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Undanfarin misseri hefur verið kallað eftir ábyrgð á þeim hamförum sem skekið hafa þjóðfélagið. Þessi erindaröð er ekki ætluð til að draga neinn til ábyrgðar, heldur til að fólk geti velt fyrir sér hugtakinu ábyrgð og áttað sig á hvað felst í því.
Einstaklingarnir fjórir sem greina frá viðhorfi sínu eru:
16. febrúar: Gunnar Hersveinn heimspekingur
23. febrúar: Ragna Árnadóttir lögfræðingur
1. mars: Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur
8. mars: Jóna Hrönn Bolladóttir prestur
Öll erindin hefjast kl. 17:15, með u.þ.b. 30 mínútna erindi og síðan verða fyrirspurnir og umræður þar sem gestir geta spurt fyrirlesara og sagt sína skoðun. Hver fyrirlesari hefur algjörlega frjálsar hendur um efnistök.
Bókasafn Kópavogs er í Hamraborg 6a, við hliðina á tónleikahúsinu Salnum.