- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fimm verkefni hlutu nýverið styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar. Upphæðin nemur samtals 400 þúsund krónum en markmiðið er að stuðla að auknu jafnrétti og mannréttindum. Auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrr á árinu og bárust ráðinu níu fjölbreyttar umsóknir. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið veitir slíka styrki.
Þeir sem hlutu styrkina eru:
Fyrirtækið SHÆKO hönnun sem starfrækt er af heimilismönnum í Dimmuhvarfi 2 til tækjakaupa. SHÆKO hönnun dregur nafn sitt af smíða- og hæfingastöð Kópavogs og framleiðir leikföng og tækifærisgjafir fyrir börn.
Leikskólinn Álfaheiði vegna þróunar námsefnis sem byggt er á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Guðrún Elva Arinbjarnardóttir námsráðgjafi og Ragnheiður Jóna Laufdal kennari til að útbúa fræðsluefni fyrir kennara sem kenna börnum með kynáttunarvanda.
Fyrirtækið Reconesse Database sem vinnur að gerð alþjóðlegs gagnagrunns um afrekskonur í mannkynssögunni.