- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leikskólinn Fagrabrekka í Kópavogi fékk nýverið svonefndan Comeníusarstyrk Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að styrkja samstarf leikskólans við aðra evrópska skóla. Upphæðin nemur 16.000 evrum. Hann verður m.a. nýttur í ferðir leikskólakennara við skólann til leikskóla í Austurríki, Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Fagrabrekka mun einnig nýta styrkinn til að taka á móti kennurum frá þessum sömu löndum á næsta ári.
Markmiðið með samskiptunum er m.a. að samnýta reynslu og auka menntun og þjálfun. Þau styrkja einnig samband kennara og nemenda og stuðla að aukinni þekkingu á tungumáli og menningu annarra þjóða.
Edda Valsdóttir, leikskólastjóri í Fagrabrekku, segir að hún sé alsæl með styrkinn. Átta kennarar koma til með að fara utan á vegum samstarfsins á næstu tveimur árum. Það mun koma skólastarfinu mjög til góða.