- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sorp verður hirt laugardagana 21.desember, 28.desember og 4. janúar til að koma á móts við frídaga um jól og áramót.
Upplýsingar um sorphirðu í Kópavogi yfir hátíðarnar má nálgast í sorphirðudagatölum bæjarins sem nálgast má með því að smella á hlekkina hér að neðan.
Minnt er á að ef snjóar eru íbúar beðnir um að moka vel frá sorpgeymslum og hálkuverja, það flýtir fyrir sorphirðu.
Bláu tunnurnar eru fyrir plast og pappír, gráu fyrir almennt sorp.
Opnunartíma Sorpu er að finna á vefsíðu Sorpu, þangað má fara með allar tegundir úrgangs ef þörf krefur.
Sorp sem lagt er við hliðina á sorptunnum, sorpkerum eða djúpgámum er ekki hirt af sorphirðunni. Slíkt sorp þarf að fara með á endurvinnslustöðvar Sorpu.