- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leiktæki fyrir hreyfihamlaða, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól, risaróla við Kársnesstíg, lýsing, ýmis konar leiktæki, þrektæki fyrir eldri borgara og skilti með gömlum leikjum er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2021-2023.
Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 26. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 9. febrúar. Á kjörskrá voru 32.506 íbúar og kusu 4759 íbúar, eða 14,6%. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 35-45 ára, og næst flestir á aldrinum 46-55 ára.
Alls komust 26 hugmyndir af samtals 94 áfram í kosningunni. Kópavogi var skipt í fimm hverfi í verkefninu, Kársnes, Digranes, Smárann, Lindir og Salahverfi og Vatnsenda. Hverfunum af úthlutað fjármagni eftir íbúafjölda en allt að 200 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2022 og 2023.