- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Dimmuhvarf í Kópavogi, heimili fyrir sex fatlaða einstaklinga, var nýverið tekið í notkun á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur. Endurbætt húsnæði var vígt formlega í dag við hátíðlega viðhöfn. „Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með breytingar á húsnæðinu sem fellur nú betur að þörfum íbúa en áður. Kópavogsbær hefur lagt sig fram um að sinna vel málefnum fatlaðra frá yfirtöku málaflokksins,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið.
Dimmuhvarf kom í hlut bæjarins við yfirtöku málefna fatlaðra frá ríkinu árið 2011 en var í slæmu ásigkomulagi. Við endurbætur var skipt um allt hitakerfi, gólfefni, loftklæðningar og innréttingar. Skipulagi íbúða var breytt þannig að betur var gætt að sjálfstæði íbúann en sameiginlegt rými var minnkað. Allar breytingar eru til mikillar fyrirmyndar og er það von bæjaryfirvalda að allt hafi tekist þannig til að íbúar séu ánægðir með aðstæður sínar.
Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011. Þá lá fyrir biðlisti 40 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið hóf strax vinnu við að tryggja nauðsynlegar úrbætur. Þrír nýir þjónustukjarnar hafa verið teknir í notkun frá yfirfærslu. Þá eru framkvæmdir hafnar að byggingu fjögurra nýrra íbúða.