- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjöldi leik- og grunnskólabarna úr Kópavogi tók þátt í vel heppnaðri hátíðardagskrá í tilefni 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Menningarhúsunum í Kópavogi miðvikudaginn 20. nóvember. Dagskráin endurspeglaði áherslu Barnasáttmálans á réttindi barna og mikilvægi þátttöku þeirra og skoðana. Fjallað var um frið, framtíðina og loftslagsmál svo fleira sé nefnt. Bæjarstjóra Kópavogs var afhent ályktun barna í Kópavogi um eigin framtíð í lok málþingsins Krakkaveldi.
Börn úr leikskólunum Rjúpnahæð, Urðarhóli, Grænatúni, Kópasteini, Austurkór og Álfaheiði fluttu Friðarlag sem samið var í tilefni dagsins af þeim Hirti Jóhannssyni og Kristjáni Hreinssyni við upphaf hátíðarinnar. Þá var opnuðu sýningin Friður í anddyri Salarins en hún er unnin af börnum í Kópavogi.
Opnuð var sýningin Pláneta A í Náttúrufræðistofu Kópavogs en á henni er afrakstur vinnu 8. bekkinga í Kópavogi um loftslagsmál, veggspjöld og mótmælaskilti svo eitthvað sé nefnt. Ármanni Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Andri Snær Magnason og Sævar Helgi Bragason ávörpuðu gesti en Sævar Helgi flutti fyrirlestur fyrir 8. bekkinga í haust og Ríkey Hlín Sævarsdóttir verkefnastjóri Náttúrufræðistofu stýrði verkefnavinnu í framhaldinu.
Þá var málþingið Krakkaveldi haldið. Þar var kynnt ályktun 5. bekkinga í Kópavogi en alls tóku 200 börn þátt í vinnu við ályktunina sem afhent var bæjarstjóra Kópavogs en verður að auki send forsætisráðherra og forseta Íslands.
Í hádeginu léku A og B sveit Skólahljómsveit Kópavogs fyrir troðfullu húsi gesta. Skólahljómsveitin hefur unnið með Barnasáttmálann í haust og tóku nokkur börn úr sveitunum til máls og sögðu frá sínum hugleiðingum um Barnasáttmálann og tónlist.
Þá var ýmislegt fleira á dagskrá, smiðja í Gerðarsafni þar sem börn gerðu bænafána með ályktun um framtíðina, sögustund og dans svo eitthvað sé nefnt.
Klukkan fimm í dag verður opnuð sýning á verkum leikskólabarna í Kópavogi í Smáralind og svo munu unglingar í Kópavogi dansa fyrir réttindum ungmenna í félagsmiðstöðinni Þebu frá klukkan hálfátta í kvöld.
Þess má geta að Kópavogsbær er að innleiða Barnasáttmála SÞ og því vel við hæfi að fagna afmælinu með glæsibrag. Dagskrá dagsins er unnin í samvinnu leik- og grunnskóla bæjarins, frístundaheimila og Menningarhúsanna í Kópavogi.
Úr ályktun krakka í Kópavogi um eigin framtíð:
Í tilefni Alþjóðadags barna 20. nóvember 2019.
10. Frítt í strætó
11. Ekkert einelti.