- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bjarni Haukur Þórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins.
„Salurinn í Kópavogi er ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og ég sé mörg sóknarfæri í starfsemi hans. Ég stefni á að auka þar framboðið af metnaðarfullri og fjölbreyttri tónleika- og menningardagskrá og þar mun sígild- og samtímatónlist eiga ríkulegan sess, enda Salurinn hannaður fyrir klassíska tónlist”, segir Bjarni Haukur. „Þau nýmæli sem ég stefni á, felast aðallega í samstarfi við tónlistar- og menningarhús á Norðurlöndum og sömuleiðis að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og fjölskyldur. Síðast en ekki síst vil ég efla aðsóknina að Salnum og þar ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Bjarni Haukur er með B.F.A./B.V.A. gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Bjarni Haukur var framkvæmdarstjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Þar stýrði hann daglegum rekstri, þróun verkefna, framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Bjarni hefur átt í nánu samstarfi við mörg af virtustu menningarhúsum Norðurlandanna svo sem Kulturhuset í Stokkhólmi, Þjóðleikhúsið í Svíþjóð, Sænska leikhúsið í Helsinki, Borgarleikhúsið í Osló og Þjóðleikhúsið í Noregi. Samstarf sem hefur aflað honum mikilvægra tengsla sem nýtast munu honum í nýju starfi forstöðumanns.
„Framundan eru spennandi breytingar í menningarlífinu í Kópavogi og það er frábært að fá Bjarna Hauk til liðs við okkur á þessum tímapunkti. Hann býr yfir mikilli reynslu og hefur ferska sýn á tónlistar- og menningarviðburði í Salnum sem mun nýtast til að stýra kröftugri uppbyggingu í þessu einstaka menningarhúsi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Bjarni var leikari við Þjóðleikhúsið, og hefur framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Um skeið var Bjarni markaðsfulltrúi Sagafilm og sat í stjórn Nordiska Teaterförlaget í Kaupmannahöfn, sem er eitt stærsta forlag með leikverk, óperur og sinfóníur á Norðurlöndunum. Þá hafa nokkur leikverk eftir Bjarna Hauk verið sýnd í 26 löndum.
„Bjarni Haukur verður hluti af öflugum hópi menningarstjórnenda í Kópavogi og mun hans mikla reynsla nýtast vel til til þess að efla Salinn enn frekar sem tónlistar- og menningarhús. Ég býð hann hjartanlega velkominn til starfa,” segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála.