- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjölbreytt framboð á hreyfingu fyrir eldri borgara í Kópavogi hefur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan íbúahópsins. Þetta kemur fram í fyrsta lýðheilsumati Kópavogsbæjar en í því felst mat á hreyfiþjálfun meðal eldri borgara sem hefur verið í gangi síðastliðin þrjú ár.
Lýðheilsumatið leiðir í ljós að sú stefna Kópavogsbæjar að bjóða fjölbreyttum hópi eldri borgara upp á hreyfingu, undir leiðsögn þjálfara, hafi haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan íbúahópsins. Þjálfunin er í boði fyrir alla íbúa 60 ára og eldri og fer þjálfunin fram í íþróttahúsum næst heimilum íbúa.
Einnig er boðið upp á æfingar í félagsmiðstöðum eldri borgara í Kópavogi. Þá hafa íbúar í heimaþjónustu notið þjálfunar heima fyrir með það að markmiði að auka styrk og liðleika. Þeir sem notið hafa heimaþjálfunar geta í framhaldinu komið og tekið þátt í þjálfuninni í íþróttahúsum bæjarins, eins og kemur skýrt fram í umsögn eins þátttakandans:
„Það er eins og ég hafi lifnað við, það birti yfir mér og manninum mínum. Ég var svo langt niðri þegar við byrjuðum en nú sé ég fram á að geta tekið til hendinni hérna heima og mig langar að fara út á meðal fólks og hreyfa mig.“
Áfram verður fylgst með þróuninni meðal annars með tilliti til jafnræðis þannig að engan þurfi að útiloka frá þjálfun. Meðal annars er stefnt að því að stofna göngu- eða hjólahópa undir leiðsögn þjálfara þar sem komið verður við á einhverjum af þeim fjölmörgu æfingastöðvum sem bærinn hefur sett upp fyrir íbúa.
Gert er ráð fyrir lýðheilsumati í lýðheilsustefnu Kópavogsæjar. Stefnt er að því að beita lýðheilsumati oftar í starfsemi bæjarins. Lýðheilsumat er mat á áhrifum stefnu eða aðgerða á heilsu og líðan íbúa eða íbúahópa.