Bætt aðgengi að gögnum Kópavogsbæjar

Dæmi um framsetningu mánaðaskýrslu.
Dæmi um framsetningu mánaðaskýrslu.

Mánaðarskýrslur Kópavogsbæjar hafa tekið á sig nýja mynd og eru nú gagnvirkar. Skýrslurnar eru birtar á vef Kópavogsbæjar og í þeim er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi bæjarins. Meðal upplýsinga sem er að finna í skýrslunum er yfirlit yfir fjárhagsaðstoð, aðsókn í sundlaugar, nýting á frístundastyrk og yfirlit yfir rekstur bæjarins.

Kópavogsbær hefur birt mánaðarskýrslur úr starfsemi sveitarfélagsins frá árinu 2009 en með breyttri framsetningu eru upplýsingarnar aðgengilegri og auðveldara að rýna þær.

Mánaðarskýrslur

Mánaðarskýrslur eru hluti af  opnum gögnum Kópavogsbæjar. Bókhald bæjarins hefur verið opið frá árinu 2016 en bærinn opnaði bókhald sitt fyrst allra sveitarfélaga. Gögn ársins 2017 hafa nú verið sett inn að loknu samþykki á ársreikningi ársins 2017.

Opið bókhald

Þess má geta að lokum að Mánaðaskýrslan er í þróun. Hægt er að senda ábendingar í gegnum ábendingavef Kópavogsbæjar.