- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hrönn Valentínusardóttir leikskólastjóri Rjúpnahæðar og samstarfsfólk hennar á leikskólanum hefur gefið út bókina Að rétta upp hönd: Leiðarvísir að lýðræði í leikskólastarf, sem fjallar um aðferðafræðina sem beitt er í leikskólanum.
Í tilefni útgáfunnar var Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs boðið í heimsókn í leikskólann. Þar tók hann þátt í samverustund hjá elstu börnunum.
Á Rjúpnahæð taka börnin virkan þátt í að móta daginn sinn, ákveða hvenær þau fara út, hvenær þau borða og svo eiga þau þess kost að koma með tillögur að nýjungum í skólastarfi og er dæmi um þess. Áhersla er á virðingu og hlustun og þau læra að komast að niðurstöðu í kjölfar umræðna.
Í samverustund dagsins ræddu börnin um hvað er skemmtilegast að læra í leikskólanum og fengu öll tækifæri til að leggja orð í belg. Börnin ræddu við bæjarstjóra og hann sagði þeim frá hvernig bæjarstjórn tekur mál til umræðu og gengur til atkvæðagreiðslu til að komast að niðurstöðu, nákvæmlega eins og börnin á Rjúpnahæð gera dag hvern.
Þá fékk Ármann afhent eintak af bókinni nýútkomnu en í henni er yfirlit yfir starf og hugmyndafræði leikskólans.