- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Allir reikningar Kópavogsbæjar svo sem vegna leikskólagjalda, fasteignagjalda og annarra gjalda birtast nú í íbúagáttinni sem nálgast má hér á vef Kópavogsbæjar. Greiðsluseðlar birtast þó áfram í heimabanka og áfram þarf að greiða þá í banka. Kópavogsbúar eru hvattir til að skrá sig í íbúagáttina en þar geta þeir séð reikninga og yfirlit yfir samskipti sín við bæinn.
Tilgangur íbúagáttarinnar er að veita Kópavogsbúum betri rafræna þjónustu. Í gáttinni er til dæmis hægt að sækja um margvíslega þjónustu, senda formleg erindi til bæjaryfirvalda, skoða álagningarseðla fasteigna, tengjast beint Mentor grunnskólakerfinu, skoða reikninga og yfirlit og fylgjast með framgangi sinna mála hjá bænum.
Íbúagáttin var tekin í notkun fyrir rúmu ári og sífellt fleiri bæjarbúar nýta sér hana. Efst til hægri á vef bæjarins er hægt að komast inn í gáttina og skrá sig.
Lendi einhver í vandræðum er hægt að hafa samband við þjónustuver bæjarins í síma: 570 1500 eða með því að senda tölvupóst á kopavogur@kopavogur.is