- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28. og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu við menningarhúsin í Hamraborg í Kópavogi og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag.
Tendrað verður á jólatréi bæjarins klukkan fjögur á laugardegi og slegið upp jólaballi með söng og leik.
Jólasveinarnir og jólakötturinn líta í heimsókn og jólaandinn svífur yfir vötnum á jólamarkaði.
Dagskrá aðventuhátíðarinnar við menningarhúsin hefst klukkan eitt laugardaginn 28. nóvember.
Klukkan eitt hefst líka hinn árlegi laufabrauðsdagur félagsmiðstöðvar aldraðra í Gjábakka.
Þá eru listamenn í Hamraborg og Auðbrekku með opið hús á laugardeginum.
Klukkan fjögur hefst svo aðventudagskrá á túninu við menningarhúsin. Þá tendra sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs á jólatréinu, sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Norrköping í Svíþjóð.
Hrói Höttur, Gilli gríslingur og fleiri úr Leikhópnum Lottu kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Jólaball, söngur og gleði með gestum sem eru óvenju snemma á ferð!
Sunnudaginn 29. nóvember verður boðið upp á jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og listasmiðju í Gerðarsafni. Þá verður jólaleikritið Ævintýrið um Augastein sýnt í Salnum klukkan fimm.