- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjórir starfsmenn fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starf hjá bænum á árinu 2018. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, veitti viðurkenninguna og þakkaði fyrir vel unnin störf hjá bænum.
Viðurkenningu fengu:
Guðdís Guðjónsdóttir kennari við Hörðuvallaskóla. Guðdís hefur unnið í Hörðuvallaskóla frá haustinu 2018 en var þar áður í 25 ár á leikskólanum Kópasteini.
Sigríður Jónsdóttir leikskólakennari í Fögrubrekku. Sigríður hefur unnið hjá bænum frá 1. febrúar 1993 og allan tímann í Fögrubrekku.
Bergljót Hreinsdóttir deildarstjóri á Marbakka. Bergljót hóf störf í afleysingum á Marbakka árið 1986, áður en hún lauk námi, og hefur starfað þar samfellt frá 10. áratugnum.
Dagný Björk Pjetursdóttir, sem sér um sérúrræði á velferðarsviði. Dagný hefur fengist við ýmis störf hjá Kópavogsbæ fyrir utan núverandi starf, verið tómstundafulltrúi, flokkstjóri og umsjónarmaður Skólagarða. Þá hefur hún kennt dans í skólum og leikskólum bæjarins og setið í árshátíðarnefnd frá 2006.