- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar voru heiðraðir fyrir að hafa náð þeim áfanga 2019 að hafa unnið í 25 ár hjá bænum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi. Að þessu sinni skipuðu hópinn sjö konur, fjórar vinna í leikskólum bæjarins, ein er kennari, ein vinnur í heimaþjónustu og ein á launadeild. Nöfn þeirra og starfsstöð er eftirfarandi:
Birgitta Bjargmundsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Álfaheiði.
Eyrún Magnúsdóttir, kennari Lindaskóla.
Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, leikskólakennari Efstahjalla.
Helga Harðardóttir, launafulltrúi á launadeild Kópavogsbæjar.
Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, leikskólanum Grænatúni
Rannveig Guðmundsdóttir, matráður í leikskólanum Dal
Vigdís Ólafsdóttir, heimaþjónustunni hjá Kópavogsbæ