17. júní í Kópavogi

Hátíðarhöld í Kópavogi.
Hátíðarhöld í Kópavogi.

Dagskráin í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn er afar metnaðarfull venju samkvæmt.

Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu sem leidd er af skátafélaginu Kópum og Skólahljómsveit Kópavogs. Skrúðgangan hefst við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur á Rútstúni. Þar verður hátíðar- og skemmtidagsskrá frá kl. 14.00. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson en meðal þeirra sem fram koma eru Ronja ræningjadóttir og Jói P og Króli.

Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira. Þá er einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin. Menningarhúsin eru opin þennan dag frá 11-17.

Kvöldtónleikar hefjast klukkan 19.50. Það er Páll Óskar sem lýkur kvöldtónleikunum en einnig koma fram GDRN, Sísí Ey og Blóðmör.

Nánar um dagskrána

10.00: Að morgni 17. júní verður haldið 17. júní hlaup fyrir börn í 1.-6. bekk á Kópavogsvelli.

13.30: Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og fjallkona leiða gönguna.

14.00: Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson.

Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar í upphafi dagskrár. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp, nýstúdent flytur ræðu og fjallkona flytur ljóð. Þá taka við skemmtiatriði en fram koma: Ronja ræningjadóttir, Skoppa og Skrítla, Ingó Veðurguð, sigurvegari söngkeppni Samfés, Sveppi, Jói P og Króli, Svala Björgvins og Karma Brigade.

 

14.00-17.00: Á Rútstúni og víðar

Götuleikhús Kópavogs verður á flakki með alls kyns sprell.

Leiktæki, barnatjald fyrir 0-5 ára, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira.

Íþrótta- og æskulýðsfélög verða með sölutjöld á Rútstúni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar, býður upp á klifurvegg og sýnir tæki og búnað.

 

14.00-17.00: Útisvæði við Menningarhús Kópavogs. 

Ærslabelgurinn, hoppukastalar, Skapandi sumarhópar úr Molanum, Krakkahestar (frá kl. 15), andlitsmálun og fleira. Ratleikur um öll Menningarhúsin, sýningin Útlína í Gerðarssafni, dýr, fiskar og jarðfræði í Náttúrufræðistofu og notalegheit á bókasafninu. Gerðarsafn og Menningarhúsin verða opin frá kl. 11-17.

19.50: Stórtónleikar á Rútstúni

Fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar.