Menningargjöf til íbúa Kópavogs í tilefni afmælis

Líf og fjör á 17. júní í Kópavogi.
Líf og fjör á 17. júní í Kópavogi.

Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar fá allir íbúar, 18 ára og eldri, menningargjöf að andvirði 3.000 krónur. Gjöfina má nýta til þess að fá árskort í Gerðarsafni eða upp í greiðslu á miða á tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá sem fram fer í Salnum.

„Okkur langaði til þess að gefa Kópavogsbúum gjöf sem hvetur þá enn frekar til að heimsækja okkar frábæru menningarhús sem eru vettvangur menningarviðburða af ýmsum toga allt árið um kring,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Kópavogsbær hlaut kaupstaðaréttindi árið 1955. Haldið er upp á 70 ára afmælið með ýmsum viðburðum á árinu 2025.

Nánar um menningargjöfina:

Árskort í Gerðarsafn:

Árskortið er hægt að innleysa á árinu 2025 og gildir það frá útgáfudegi. Ganga þarf frá afhendingu árskortsins í afgreiðslu Gerðarsafns á opnunartíma safnsins alla daga frá kl. 12 til 18.00.

Tíbrár-tónleikar í Salnum:

Gjöfina er hægt að innleysa í Salnum til ársloka 2026 með því að senda kennitölu í tölvupósti á salurinn@salurinn.is og óska eftir gjafakorti að andvirði 3000 kr. sem gildir á alla tónleika í Tíbrá tónleikaröð.