Lokað fyrir kalt vatn að kvöldi 20.mars

Í
Í

06.30: Verið er að hleypa vatni á kerfið og er það gert rólega til að ekki komi þrýstingur á kerfið. Verkið tók lengri tíma en hafði verið áætlað.

9.50: Verið er að losa loft úr brunahönum sem léttir þrýstingi á kerfinu. Fólk sem ekki hefur fengið kalt vatn gæti skrúfað frá og leyfa loftinu að tæmast, svo ætti vatn að koma með eðlilegum hætti.

Nánar:

Vinsamlegast athugið að það getur verið loft á vatnsveitukerfinu eftir vatni er hleypt á aftur. Gott er að hafa varann á þegar skrúfað er frá krönum þar sem vatn gæti frussast úr þeim. Ekki er óeðlilegt að vatnið gæti fyrst um sinn verið örlítið gruggugt en það ætti aðeins að vara í skamman tíma.

Gott gæti verið að hreinsa síur við vatnsinntak og einnig í blöndunartækjum ef þess er talið þörf en það ætti ekki vera nauðsynlegt nema ef fólk verður vart við viðvarandi lægri vatnsþrýsting þegar líða tekur á daginn.

Loka þarf fyrir kalt vatn í Kópavogi frá klukkan 22.00 þann 20.mars til 04.00. Sundlaugar loka 21.30 vegna þessa.

Vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki fyrir kalt neysluvatn í Kópavogi þarf að loka fyrir rennsli kalt vatns fimmtudaginn 20. mars frá kl. 22:00 og til kl. 04:00 að morgni 21. mars. Lokunin nær til alls Kópavogs fyrir utan Vatnsendahverfi,  (Þing og Hvörf ).

Sundlaugar Kópavogs loka kl. 21.30 að kvöldi 20. mars vegna þessa.

Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.

Góð hugmynd gæti verið að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 ef þörf er á fyrir nóttina og setja vatn í fötur  fyrir klósett.

Við bendum á að að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan.

Lokunin hefur ekki áhrif á vatnsöflun til Garðabæjar, en Vatnsveita Kópavogs sér Garðabæ fyrir varni.. 

Neyðarsími vatnsveitu er: 840-2690

Fréttin verður uppfærð og settar inn upplýsingar þegar verki er lokið.