Kópavogsbær hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir nýbyggingu, búsetukjarnann að Kleifarkór, sem er ætlaður fólki með fötlun. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi, þar sem lögð er áhersla á öruggt, sjálfbært og vistvænt umhverfi fyrir íbúa.
Námsefnisvefurinn Vitundin – Stafræn tilvera var tekinn formlega í notkun í dag. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs opnaði vefinn við hátíðlega viðhöfn í Vatnendaskóla í dag þar sem komu saman aðstandendur vefsins.
Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna
Félag kvenna í Kópavogi og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman í viku einmanaleikans og bjóða upp á fræðslu og spjall þann 7. október næstkomandi kl. 17:00-19:00.
September sló öll aðsóknarmet á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Aldrei í sögu safnanna hafa fleiri gestir sótt söfnin í sama mánuðinum, en samtals 21.044 gestir komu í hús í báðum útibúum bókasafnsins og á Náttúrufræðistofu Kópavogs sem deilir húsnæði með aðalsafni Bókasafns Kópavogs.