03.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
04.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!
Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
06.01.2025 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Verið velkomin á þrettándatónleika fyrir börn þar sem Ragnheiður Gröndal syngur lög sem byggja á íslensku þjóðsögunum, svo sem lög um jólaköttinn, Grýlu, jólasveinana og tröllabörnin, sem og lög um álfa, huldufólk, tröll o.fl.
Tónleikarnir eru partur af verkefninu ,,Blásum lífi í þjóðsögurnar" sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Frítt inn og öll velkomin
07.01.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
07.01.2025 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs
Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.
Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu ungmenna. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:-Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn? -Hversu mikið þurfa ungmenni að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?-Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra. -Hvaða þættir hafa áhrif á svefn og svefngæði?
Dr. Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.
Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við hinseginleikann, svefn og ofbeldi ungmenna.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
4. febrúar 2025, kl. 20:00PISA, lesskilningur og lestur ungmennaSigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá mun hún fjalla um mál- og læsiseflandi samskipti á heimili og í skóla sem leggja grunn að djúpum lesskilningi, eins og metinn er í lesskilningshluta PISA.
4. mars 2025, kl 20:00Hinseginleikinn og ungmenniEdda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ʻ78, ræðir við foreldra um hvað er að vera hinsegin og útskýrir helstu hugtök og orðnotkun. Hún mun einnig fjalla um stöðu og áskoranir ungs fólks þegar kemur að hinseginleika, hvernig foreldrar geti verið styðjandi og hvaða úrræði standa til boða.
1. apríl 2025, kl 20:00Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmennaKristján Ómar Björnsson og Patrekur Gunnlaugsson, kennarar í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði, ræða um tölvuleiki og tölvuleikjanotkun ungmenna, hvaða leikir eru vinsælir, hvað foreldrar geta gert til að styðja börn sín og sýna áhugamáli þeirra áhuga ásamt því að stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði og félagslegum tengslum.
29. apríl 2025 kl. 20:00Ofbeldi og vopnaburður ungs fólksMargrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, rýnir í gögn sem varpa ljósi á þróun ofbeldis meðal ungs fólks og hverjir helstu áhættuþættirnir eru. Áhersla verður lögð á að skoða hvað virkar í forvörnum, hvaða aðferðir reynast árangurslausar og hafa jafnvel öfug áhrif. Auk þess verður fjallað um hvaða inngrip hafa reynst árangursríkust til að draga úr áhættuhegðun og koma í veg fyrir frekari brot.
08.01.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
08.01.2025 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.
Jónína Leósdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í janúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Jónína Leósdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Hún lauk stúdentsprófi úr fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík og BA-prófi í ensku og bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám við Essex-háskóla í Bretlandi. Jónína hefur skrifað æviminningabækur, skáldsögur, barna- og unglingabækur og fjölda smásagna. Leikrit eftir Jónínu hafa verið sýnd í Sjónvarpinu og verk eftir hana verið flutt í Útvarpsleikhúsinu. Auk þess var leikrit hennar, Leyndarmál, flutt í þremur framhaldsskólum og stuttir leikþættir eftir Jónínu hafa verið sýndir vítt og breitt um landið. Fyrsta frumsamda bók Jónínu var Guð almáttugur hjálpi þér, ævisaga séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem út kom 1988. Árið 1993 kom unglingabókin Sundur og saman en fyrsta skáldsaga Jónínu fyrir fullorðna, Þríleikur, kom út 1994. Árið 2013 sendi Jónína frá sér bókina Við Jóhanna, sem er ástarsaga hennar og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og hlaut hún mjög góðar viðtökur. Í janúar 2008 hlaut Jónína Ljóðstaf Jóns úr Vör, verðlaun í ljóðasamkeppni á vegum Kópavogsbæjar. Einnig hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir smásögur og leikverk og árið 2009 hlaut hún viðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir skrif sín fyrir unglinga. Jónína starfaði sem blaðamaður og ritstjóri um tveggja áratuga skeið og þýddi skáldsögur og bækur af öðrum toga. Frá árinu 2006 hefur hún unnið alfarið við bókaskrif. Frá 2016 hefur Jónína einbeitt sér að skrifum glæpasagna við góðan orðstír og sérstaklega hafa sögurnar um ellilífeyrisþegann Eddu slegið í gegn. Fyrsta bókin, Konan í blokkinni, var tilnefnd til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans.
08.01.2025 kl. 16:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Í fyrsta Vísindaskóla ársins 2025 nýtum við skammdegið og fræðumst tunglið okkar.
Langar þig að vita af hverju tunglið virðist stækka og minnka? Eða hvernig gígar þess verða til? Þá er þetta viðburður fyrir þig!
Stjörnu-Sævar mun segja gestum frá undrum tunglsins. Viðburðurinn hefst kl. 16:15 með stuttri fræðslu, síðan fá gestir að taka þátt í skemmtilegum verkefnum. Ef skyggni og veður leyfir, verður farið út í tunglskoðun. Því er mikilvægt að koma vel klædd og með forvitnina í farteskinu!
Hvenær: 8. desemberTími: 16:15–17:00Aldur: 6–12 áraStaður: Náttúrufræðistofa Kópavogs
Aðgangur er ókeypis.Hlökkum til að sjá ykkur! _________________________________________Í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs þarf ekki að sækja um inngöngu – það er nóg að mæta! Í skólanum framkvæmum við tilraunir, fræðumst um náttúruna og skemmtum okkur saman. Öll fá að gerast vísindamenn, prófa tilraunir, draga ályktanir og læra á skapandi hátt.
09.01.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Kristján Kristjánsson, KK, sló í gegn þegar lag hans Vegbúinn fór að óma á öldum ljósvakans og síðan hefur hann ekki litið til baka og send frá sér blússkotin lög í bland við ballöður og sálarþrungna söngva sem þjóðin hefur tekið fagnandi. Svo þegar KK hóf útvarpsmannsferil sinn í þættinum á Á reki náði á Rás 1 náði hann auðvitað til enn fleiri og hefur þar af mikilli alúð kynnt fjölbreytta tónlist fyrir landsbúum. Vegbúinn, Bein leið, I Think Of Angels og Kærleikur og tími eru bara dæmi um lög sem verða flutt á spjalltónleikunum. Þorleifur Guðjónsson slæst í hópinn á sviðinu með bassann sinn.
09.01.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Á fyrsta fundinum okkar á nýju ári spjöllum við um jólabækurnar og höfum það notalegt saman.
Hjartanlega velkomnar!
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
10.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
11.01.2025 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur.
Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is
Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.