Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

31.08.2024 kl. - Bókasafn Kópavogs

Yellow dream - Recurring dream - 2 Maria - Magdalena lanchis

GULUR DRAUMUR - Endurtekinn Draumur - 2 Maria-Magdalena Ianchis býður þér að rannsaka fljótandi möguleika draumanna og hverfuleika lífsins. Þessi þátttökusýning fagnar íslenska sumrinu, endalausri sól og þeirri súrrealísku tilfinningu sem fylgir því. Sýningin inniheldur cyanotype ljósmyndir sem grípa fegurð sólarinnar og gerir að myndlíkingu fljótandi stunda, og ýkir upp tengingu ljóss og tíma. Í miðju rýminu er borð með dúk sem er þakin cyano-type framköllunarvökva undir plastdúk. Borðið er skreytt hvítum og gulum diskum, á boðstólnum eru kræsingum sem sýnast sætar en gætu komið bragðlaukunum á óvart og verið saltar eða súrar. Gestur eru hvattir til þess að taka á móti ófyrirsjáanleikanum sem speglar þá tilfinningu sem draumarnir veita okkur.“GULUR DRAUMUR” rannsakar drauma, ljós og fegurð lífsins, þar sem dúkurinn er einhvers konar tímahylki sem fangar fljótandi stundirnar og varðveitir samtalið sem verkið og áhorfendur áttu saman. YELLOW DREAM - Recurring Dream - 2Maria-Magdalena Ianchis invites you to explore the fleeting qualities of dreams and the transience of life. This participatory performance exhibition celebrates the Icelandic summer, the endless sun, and the surreal feelings it evokes. The exhibition features cyanotype-developed photographs that capture the sun’s beauty as metaphors for fleeting moments, emphasizing the connection between light and time. At the center of the space is a table covered with a cyanotype-chemical-infused tablecloth beneath a transparent plastic overlay. Adorned with dishes in shades of white and yellow, the table offers treats that may appear sweet but could surprise your taste buds with saltiness or sourness.Visitors are encouraged to embrace this unpredictability, reflecting the surprises found in dreams. “A YELLOW DREAM” explores dreams, light, and the ephemeral beauty of life, with the tablecloth acting as a time capsule that preserves fleeting moments and maintains the dialogue between art and audience. Born in 1982, Maria-Magdalena Ianchis fled to Austria in 1990 as a political refugee. Since 2017, she has lived and worked in Reykjavik, Iceland. Her art reflects lucid dreaming, merging dream worlds with reality. Time spent in Romanian forests and the Vienna Woods as a child deeply shaped her. Currently, she explores the relationship between humans and nature. Her work spans photography, video, sound, objects, installation, performance, and interactive projects. Maria-Magdalena Ianchis (f.1982) flúði til Austurríkis árið 1990 sem pólitískur flóttamaður. Síðan 2017 hefur hún búið og starfað í Reykjavík. Verk hennar endurspegla drauma, sameina draumaheiminn og raunheiminn. Tími hennar í Rúmenskum skógum og í skógum Vínarborgar sem barn hafa mótað hana djúpt. Þessa stundina rannsakar hún samband milli mannkyns og náttúru. Verkum hennar er miðlað í ljósmyndun, myndbandagerð, hljóði, hlutum, insnsetningum, gjörningum og gagnvirkni. Exhibition open: August 29 - September 5.Performance: August 31, 14.00, outside library.
31.08.2024 kl. - Bókasafn Kópavogs

Allt of kalt

Vinsamlega snertið listaverkin. Allt of kalt? er röð melankólískra sveppa teikninga sem að þið megið lita inn í. Öll verkin eru síður úr ljóða- og litabók Sigtýrs sem ber sama titil. Þessi innrammaða innsetning verður að daglegu samvinnuverki listamannsins og þeirra gesta sem lita inn í þau. Sýningin fer úr svarthvítum morgnum yfir í litríka eftirmiðdaga og líkir þannig eftir hvernig við glæðum líf hvers annars litum, sérstaklega á lengri, kaldari og lilausari mánuðum. Á þessari prentsýningu, sem er tekin beint upp úr bók 16/50, sjáum við hvernig bókin getur lifað á hillu, í vasa eða innrömmuð ogg upphengd. Við sjáum líka hvernig innrömmuðu verkin geta lifað ósnert en líka hvernig hver gestur og hver litur fyllir upp í rammana og gefur verkunum nýtt og einstakt útlit. Sigtýr Ægir Kárason (hann/hán) er stoltur svartur, hinsegin og skynsegin listamaður undir áhrifum forvitni, sköpun og góðvild. Í gegnum ljósmyndua miðilinn, teikningu, fundinn pappír og gler, fjallar hán um sýnileika kynþátta, hinsegin gleði og sjálfsuppgötvun skynseginleikans.Eftir menntaskóla fór hán að einblína á myndlist, hönnun og vistfræði hefur hán lagt stund á nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands, grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast með BA frá arkítektúr deild Listaháskóla Íslands vorið 2025.Þessi ólíku viðfangsefni, lífverur og tenging okkar við umhverfið, faldar sögur mannsins sem og sögu þess hvernig hönnun og fegurð hefur áhrif á okkar daglega líf hafa öll haft áhrif á verk háns Svona (fundinn pappír og gler) Spássía (fundinn pappír og gler), Litlu drekar (akrýll á striga) og Allt of kaltÐ (lita-, ljóðabók og gagnvirk sýning). Allt of kalt? is a collection of melancholy mushroom drawings for you to colour in. All works are taken from the pages of Sigtýr's colouring- and poetry book of the same name; Allt of kalt? These framed illustrations become a daily collaboration between the artist and every guest who colours them in. Mornings in black and white and afternoons full of colour, this is what our exhibition looks like, and so it mimics how we shape and colour each others lives –especially in the longer, colder; more colourless months–. In this exhibition of prints, taken directly from book nr. 16/50, we see how the book can live on a shelf, in a pocket or framed and displayed. We also see how the framed pieces can live untouched, but how every guest and every colour truly fills each frame with a new and unique look. Guided by curiosity, creativity and kindness, Sigtýr Ægir Kárason (he/they) is a proud black, queer and neurodivergent mixed media artist. Working primarily with photography, illustration, found paper and glass, the subjects of their artwork range from racial representation to queer joy to neurodiverse self discovery.After a junior college focus on the visual arts, design and ecology they moved on to university studies in the fields of archaeology (The University of Iceland), visual communication (The Icelandic University of the Arts) and are set to graduate with a BA in architecture from The Icelandic University of the Arts in the spring of 2025. These various subjects –organisms and our connections to our surroundings, hidden human histories as well as the history of how design and beauty influence our daily lives– they have all become the inspiration for works such as Svona (found paper & glass), Spássía (found paper & glass), Litlu drekar (acrylic on canvas) & Allt of kalt? (colouring- & poetry book & interactive exhibition). Exhibition: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg.August 29 - September 5. Exhibition program is supported by Myndlistarsjóður.
28.08.2024 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs

Loud Cows: Hinsegin bókasafn

Garg útgáfa, í samstarfi við bókmenntahátíðina Queer Situations, opnar hinsegin bókasafnið Loud Cows: A Queer Library á Bókasafni Kópavogs. Garg leitaði til almennings eftir hinsegin efni sem ekki væri venjulega að finna á hefðbundnum bókasöfnum. Fólk gat skilað inn bók, ástarbréfi, ritgerð, nemendaverkefni eða hverju sem því þótti eiga heima á hinsegin bókasafni. Efnið sem barst inn var svo til sýnis á Queer Situations á meðan hátíðinni stóð. Sýningin stendur yfir á 2. hæð aðalsafnsins frá 28. ágúst til 4. september og er öllum opin.
29.08.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Love is - Miguel

”Ást Er” er verk sem kannar innbygða ómun. Þetta þátttökuverk býður áhorfendum að taka þátt og eiga samskipti við umhverfið og aðra, búa til hljóðheim um leið og þau kanna rýmið og hjartslátt sinn. “Ást Er” umbreytir rýminu með notkun ómskoðunartækja og hjartsláttarmæla í dýnamískan hljóðheim. Hjartsláttur þátttakanda hefur áhrif á hljóðheiminn á sama tíma og hann býr til ljóðrænan úrdrátt sem tengist inn á tilfinningalegt ástand þeirra í gegnum saumlausa og ástríka endurómun.Í gegnum verkið eiga líkamar samskipti við og móta rýmið sem þýðist í lög af hljómmögnun. “Ást Er” býður þátttakendum að kanna tengslin á milli innri og ytri takts, sem býður upp á ferðalag inn í orku nærveru og skynjunar. - "Love Is" is an exploration of embodied resonances. This interactive installation invites participants to engage with their surroundings and with each other, creating sounds while exploring the physical space and perceiving the rhythm of their hearts.Using ultrasound sensors and heart rate monitors, "Love Is" transforms the space into a dynamic soundscape. Participants' heartbeats affect this soundscape in real-time, creating a poetic abstraction that resonates with their emotional state in a seamless loving feedback.’Through this piece, our bodies interact with and shape the spaces we inhabit, translating presence into layers of sound and resonance. "Love Is" invites the audience to explore the connection between inner and outer physicality, offering a reflective journey into the power of presence and perception. Miguel Crozzoli is a composer, performer, and Ph.D. candidate at the University of Iceland conducting research at the Intelligent Instruments Lab. He studied composition, jazz, and cultural management in Argentina, and holds a master's degree and an Advanced Postgraduate Diploma from Denmark.Miguel has released music in the jazz and contemporary music scenes, with 10 releases featuring his compositions and over 25 albums in collaborative projects. Passionate about integrating artistic expression with science, Miguel engages in climate art, using data as a primary material in his pieces. He has created participatory sound installations aimed at fostering dialogue and awareness around climate change.In his Ph.D., Miguel researches the potential of AI for exploring big data through data perceptualization, specializing in multi-display interactive systems with a focus on sonification. Miguel's work deals with data democratization for community empowerment and the search for emergent meanings through affectivization in times of datafication and global crises. Exhibition space: Bókasafn Kópavogs.
29.08.2024 kl. - Menning í Kópavogi

Villtir félagar I Inga María Bryjarsdóttir

“Villtir félagar” er samansafn af blýantsteikningum innblásnar af dýralífinu.Fókusinn er settur á dýr og skepnur sem, gegn okkar vilja, elta okkur... í ruslið, á líkömum okkar, í rúmunum okkar, fyrir utan gluggann - sum þeirra hagnast okkur en önnur eyðileggja og inn á milli má finna sér félaga í gæludýrinu... Flest þeirra búa í og í kringum Hamraborg í einhvers konar sátt. Inga María Brynjarsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 sem grafískur hönnuður (BA) og aftur árið 2016 í Fine Arts (MA).Hún hefur starfað sem sjálfstæð teiknari, hönnuður og listakona síðan 2004 í ólíkum verkefnum og hönnunum, bókum, tímaritum, auglýsingum, vegglist og sem listakona. Verk hennar eru aðallega byggð á áhuga hennar á náttúrunni og dýralífinu þar sem hún teiknar þau með blýanti og gefur þeim nýtt líf á blaði á snúin hátt. Hún safnar einnig dýraskrokkum og vinnur með það líf sem eitt sinn var í stað þess að þeim sé fleygt í ruslið eða hreinlega oltið yfir þau í tíma og ótíma. Inga María hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði á Íslandi sem og erlendis. "Wild partners" is a collection of pencil drawings based on animal life.The focus is on animals and creatures that against most of our will, follow us... in the trash, on our bodies, in the bed, outside the window - some of them are beneficial. others are destroyers and in between you can find our buddies in pets... most of them live around Hamraborg in some kind of harmony. Inga María Brynjarsdóttir graduated from the Icelandic Academy of the Arts in 2004 as a Graphic designer (BA) and again in 2016 in fine arts (MA).She has been working as a freelance illustrator, designer and as an artist since 2004 in various projects and design, books, magazines, advertisements, wall work and as an artist. Her work is mainly based on her fascination of natural life and animals where she draws them in pencil and gives them another life on the paper in a twisted way. She also collects animals that are found and works with the carcasses to embrace the life that was once there instead of them being dumped in the trash or just run over again and again. Inga María has participated in numerous exhibitions both in Iceland and abroad. Exhibition venue: Náttúrufræðistofa KópavogsAugust 29-September 5. 
29.08.2024 kl. - Menning í Kópavogi

Heitar Svínakonur I Rakel Andrésdóttir

Orðspor svínanna er að þau eru skítug, gráðug, forboðin, mjúk, sæt og bleik. Í uppstilltum heimi njóta Heitu svínakonurnar þess að vera til; þær sóla sig í grasinu, fá sér tramp stamp, glenna sig á dagatali bílaverkstæðis og dilla lítilli, snúinni rófunni.Sú uppgötvun að maður er kona sem er hrifin af öðrum konum getur verið flókin—að horfa á þær kynferðislega en að samtímis óttast um að augnaráðið sé perralegt eða með einhverjum hætti rangt.Heitar svínakonur er röð akrýl málverka sem unnin eru yfir tveggja ára tímabil, 2022-2024. Þær birtast hér sem tákngervingar eigin undirliggjandi hómófóbíu sem blundar einhvers staðar innra með mér og gerir vart við sig á augnablikum þar sem ég er ósammála sjálfri mér. Rakel Andrésdóttir er starfandi listakona og kvikari fædd árið 1997. Hún vinnur gjarnan með hreyfimyndir, vídjó, innsetningar og leikræna gjörninga í verkum sínum. Hún skapar þvert á miðla og fjallar um pólitísk og persónuleg málefni í gegnum sögur og fantasíur. Innblástur verka hennar er mikið sóttur í amatörisma og sviðsetningar eins og barnaskólaleikrit og brúðuleikhús. Rakel hefur sýnt á samsýningum eins og Rúllandi Snjóbolta á Djúpavogi og Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger ásamt því að vera viðriðin ýmsum grasrótar list hópum í gegnum tíðina. Hún hefur sýnt tvær stuttmyndir á kvikmyndahátíðum á Íslandi og í Tékklandi og vann nýverið stuttmyndaverðlaun Skjaldborgar fyrir teiknimyndina sína Kirsuberjatómatar. Rakel útskrifaðist með Ba gráðu úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og lauk námi í hreyfimyndagerð í Tékklandi, FAMU 2023. The reputation of pigs is that they are dirty, greedy, forbidden, soft, cute, and pink. In a staged world, the Hot Pig Women enjoy their existence; they sunbathe in the grass, get a tramp stamp, pose on a garage calendar, and wiggle their little curly tails.The realization that one is a woman who is attracted to other women can be complex—viewing them sexually while simultaneously fearing that the gaze is perverted or somehow wrong. Hot Pig Women is a series of acrylic paintings created over a two-year period, 2022-2024. They appear here as representations of my own underlying homophobia, which lies dormant within me and manifests itself at moments when I disagree with myself. Rakel Andrésdóttir is a practicing artist and animator born in 1997. She often works with animation, video, installations, and theatrical performances in her works. She creates across media and addresses political and personal issues through stories and fantasies. Her works are heavily inspired by amateurism and stagings such as school plays and puppet theaters. Rakel has exhibited in group shows such as Rolling Snowball in Djúpivogur and Unknown Worms: Rumor at Harbinger, and she has been involved with various grassroots art groups over the years. She has shown two short films at film festivals in Iceland and the Czech Republic and recently won the Skjaldborg Short Film Award for her animation Cherry Tomatoes. Rakel graduated with a BA in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2020 and completed her studies in animation at FAMU in the Czech Republic in 2023. Exhibition space: Krónan, Hamraborg
29.08.2024 kl. - Menning í Kópavogi

Melodic Embrace I Emil Gunnarsson

Melodic Embrace er gagnvirkur tónskúlptúr sem skapaður er úr stálpípum og við.Skúlptúrinn býður gestum að hjúfra sig í hljóðrænum faðmi, leika sér, finna ró og spila tóna sem skapa eins konar hljómhvelfingu. Sefandi samhljómur pípanna skapar ákafa samræðu við hljóðmyndir umhverfisins, fuglasöng og barnahlátur, og örvar hugleiðingar um hljóðrænan griðastað. Melodic Embrace endurómar tónlistaruppeldi Emils en víkur frá hefðbundnu klassísku námi hans með notkun pentatónísks tónstiga. Nokkrir geta samtímis spilað á skúlptúrinn og frá öllum hliðum, og býður hann upp á tilviljanakenndar tónsmíðar og hljóðrænar samræður. Emil hóf myndlistanám í MICA í Baltimore í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi í myndlist frá Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2023. Nú stundar hann meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann er þverfaglegur listamaður sem kannar og ávarpar viðfangsefni á borð við sjálfsígrundun, líkamleika og samspil náttúrulegs og félagslegs umhverfis með gagnvirkum þrívíðum innsetningum og gjörningum. Melodic Embrace is an interactive sound sculpture made from steel pipes and wood. The sculpture invites visitors to nestle in its sonic embrace, play, find tranquility, and create tones that form a kind of sound vault. The soothing harmonies of the pipes engage in an intense dialogue with the ambient sounds of the environment, such as birdsong and children's laughter, and stimulate reflections on an auditory sanctuary. Melodic Embrace echoes Emil’s musical upbringing but diverges from his traditional classical training through the use of a pentatonic scale. Multiple people can play the sculpture simultaneously and from all sides, allowing for spontaneous compositions and auditory conversations. Emil began his art studies at MICA in Baltimore, USA, and completed a BA in Fine Arts from the Glasgow School of Art in Scotland in 2023. He is currently pursuing a master's degree in Fine Arts at the Iceland University of the Arts. He is an interdisciplinary artist who explores and addresses subjects such as self-reflection, physicality, and the interplay between natural and social environments through interactive three-dimensional installations and performances. Exhibition venue: Gerðarsafn (tún).August 29 - September 5, 2024.
29.08.2024 kl. - Menning í Kópavogi

Af ýmsum gerðum I Stúdíó JÁH Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ásgerður Heimisdóttir

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið myndmál og efnivið. Í verkin fléttast vísanir til Ásgerðar Búadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttir og Nínu Tryggvadóttur. Við litum sérstaklega til verks Ásgerðar, Sjö lífsfletir, þar sem hún minnist listkvenna, meðal annars Eyborgu og Nínu, sem höfðu verði samferðarfólk hennar í gegnum listalífið en sem létust fyrir aldur fram. Efnisval okkar endurspeglar þessa forvera okkar, Jóhanna vinnur með steint gler eins og Gerður gerði mikið og Ásgerður Heimisdóttur vinnur með textíl og fundið efni eins og nafna sín Búadóttir. Innan um glerið glittir í slípaða steina, en þeir koma úr steinasafni Gyðu Jónsdóttir, ömmu Jóhönnu. Gyða var nefnilega líka glerlistakona sem lést fyrir aldur fram, steinana hafði hún ætlað að nota í glerlisaverk. Við hugsuðum um formæður og móðurhlutverkið, verandi sjálfar tiltölulega nýbakaðar mæður. Ásgerður Búadóttir eignaðist þrjú börn. Afkomendur Ásgerðar vinna nú að því að skrá verk og sýningarsögu hennar og deila því ferli á samfélagsmiðlum. Fram kemur í ævisögu Gerðar að hún kaus að eignast ekki börn, hún taldi móðurhlutverkið ósamræmanlegt við líf listamannsins. Við reynum nú sjálfar að átta okkur á þessum samhæfingardans, sem okkur er sagt að sé innan handar fyrir hina íslensku ofurkonu, að rækta sjálfið, starfsferilinn og fjölskyldulífið í fullkomnu jafnvægi. Hvernig sem því líður fundum við allavega báðar fyrir því að þurfa að jarðtengja okkur og kynnast sjálfinu upp á nýtt eftir að hafa fórnað líkama og sál til elsku barnanna okkar, dúkkuðum upp úr fæðingarorlofi þyrstar í að skapa. Jóa og Ása eru vinkonur til 20 ára. Frá fyrstu kynnum í Myndlistaskóla Reykjavíkur hafa líf þeirra fléttast saman. Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni. Ásgerður Heimisdóttir (1993) er textíllistamaður og hönnuður. Ása vinnur með orð, texta, prjón, vefnað, klippimyndir og teikningu. Hún hefur stundað nám við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún situr í ritstjórnVía vefútgáfu og Uppskeru listmarkaðar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá As We Grow ásamt því að stýra listasmiðjum á söfnum og sinna öðrum skapandi verkefnum. Of Various Kinds is a research project by two women on their own creative processes and positions in society as creative women compared to their foremothers. The exhibition is an ode to Gerður Helgadóttir, a pioneer and remarkable woman, whose name Gerðarsafn bears. We use her works as templates or scaffolding. We fill the negative spaces in her delicate metal sculptures with our own imagery and materials. The works incorporate references to Ásgerður Búadóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, and Nína Tryggvadóttir. We specifically look at Ásgerður's work Seven Lives, where she commemorates female artists, including Eyborg and Nína, her colleagues who passed away prematurely. Our material choices reflect these predecessors: Jóhanna works with stained glass as Gerður did extensively, and Ásgerður Heimisdóttir works with textiles and found objects, like her namesake Búadóttir. Among the glass, there are glimpses of polished stones, which come from the rock collection of Gyða Jónsdóttir, Jóhanna’s grandmother. Gyða was also a glass artist who died prematurely, intending to use these stones in her glass works. We thought about our foremothers and motherhood, being relatively new mothers ourselves. Ásgerður Búadóttir had three children. Ásgerður's descendants are now working to document her works and exhibition history and share this process on social media. It is noted in Gerður’s biography that she chose not to have children, believing that motherhood was incompatible with the life of an artist. We are now trying to navigate this balancing act, which we are told is within reach for the Icelandic superwoman: cultivating the self, career, and family life in perfect harmony. Regardless, we both felt the need to ground ourselves and get to know ourselves anew after having sacrificed body and soul to our beloved children, emerging from maternity leave thirsty to create. Jóa and Ása have been friends for 20 years. From their first encounter at the Reykjavik School of Visual Arts, their lives have intertwined. Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) is an artist and teacher. She works with installations, experiences, and sculptures inspired by natural sciences and environmental issues. She holds a bachelor’s degree in fine arts from New York University and a master’s degree in art education from the Iceland University of the Arts. She has participated in and curated art exhibitions in Iceland, Berlin, and New York. She currently works as the artistic director of the art festival List án landamæra, as a teacher at the Reykjavik School of Visual Arts, and on various creative projects. Ásgerður Heimisdóttir (1993) is a textile artist and designer. Ása works with words, text, knitting, weaving, collage, and drawing. She has studied in the textile department of the Reykjavik School of Visual Arts and in product design at the Iceland University of the Arts. She is on the editorial board of the online publication Vía and the art market Uppskera. She currently works as a project manager at As We Grow, as well as leading art workshops in museums and engaging in other creative projects. Exhibition venue: Gerðarsafn.August 29-September 5, 2024.
29.08.2024 kl. 09:00 - Bókasafn Kópavogs

Ljósbruni

Ljósbruni | Sigthora Odins, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Heiðrún Gréta Viktorsdóttir Sýningin fjallar um að draga fram stemminguna sem býr á milli hluta, það sem er óséð og ósnertanlegt en þó hægt að upplifa. Verk sýningarinnar eru hver á sinn hátt snertiflötur við veruna sem dvelur á svæði milli tveggja veruleika, milli hlutarins og rúmsins, sem einskonar hálfhlutur. Myndlistarkonurnar Heiðrún G. Viktorsdóttir, Sigthora Odins og Andrea Aðalsteins hafa sýnt saman bæði hérlendis og erlendis, síðast árið 2022 með samsýningu í heimahúsi í Reykjavík. Myndlist þeirra er ofin saman með ákveðnum hugmyndaþráðum og grunnstef verkefnanna eru skynjun, innsæi, viðvera hins óáþreifanlega og stúdía með efniskennd. Efnið er rannsakað í samtali við eðlisfræðilegar hugrenningar og verkin unnin í tengslum við post-humaníska hugmyndafræði. Verkin eiga sér það sammerkt að fjalla um það sem býr handan líkamans (e. physicality) og með leit í efni byggja þær upp og veita því óáþreifanlega merkingu. Sigthora Odins (f. 1981) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og lauk diplómanámi í leirlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2012. Sigthora hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, meðal annars í samstarfi við listahópinn “ Computer Spirit“ á árunum 2016 - 2018 í Noregi og Eistlandi. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum á Íslandi og Danmörku og hlotið viðurkenningu fyrir verk sín í Hollandi. Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (f.1991) útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Andrea hefur tekið þátt í margskonar samstarfsverkefnum og hefur unnið í nánum tengslum við margvíslega listhópa; hið fljótandi kollektíf Computer Spirit og gjörningatvíeykið Óþokkarnir. Einnig vann hún náið við galleríið Ekkisens á sínum tíma, ásamt því að hafa ritstýrt tímaritinu Listvísi – Málgagn um myndlist í sínum seinni útgáfum. Í dag vinnur hún helst að sjálfstæðum listrænum rannsóknum á eigin vinnustofu. Í listrænni vinnu sinni íhugar Andrea hina skapandi athöfn sem flæðandi afl. Hrátt og frumlægt. Líkaminn er skoðaður sem huglægt kerfi, hið óséða efnisgert. Umbreytingar hið innra eru framdar sem tilraunir til þess að beisla sjálfið sem efnahvarf í sífelldri breytingu. Heiðrún Gréta Viktorsdóttir (f.1990) útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Heiðrún hefur starfað sem sýningarstjóri og skipulagt viðburði í hefðbundnum sem og óhefðbundnum rýmum. Árið 2016 var hún tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir listræna stjórn í Ekkisens gallerí og árið 2018 var hún hluti af skipulagsteymi fyrir StraumarArt Festival á Flateyri. Heiðrún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, m.a. í nánu samstarfi við myndlistarkollektífið Computer Spirit á árunum 2016-2018. Frá 2018-2021 starfaði Heiðrún hjá Gallerí Úthverfu og ArtsIceland sem verkefnisstjóri og sýningastýrði samsýningarnar KOLEFNI og Mörsugur. Heiðrún býr nú í Reykjavík þar sem hún starfar sjálfstætt við listsköpun. The exhibition is about emphasising the atmosphere that exists between objects, the unseen and untouchable that is still available to be experienced. The works in the show all have their area of contact with the being that dwells in between two realities, between the object and space, a kind of half-object. The artists Heiðrún G. Viktorsdóttir, Sigthora Odins and Andrea Aðalsteins have exhibited together both locally and internationally, the most recent group exhibition was in a private home in Reykjavík in 2022. Their art is woven together with certain strings of ideas and the baseline for the projects are perception, intuition, the presence of the intangible and a study of materiality. The material is researched in conversation with physiological thoughts and the works are under the influence of post-human ideology. All the pieces deal with what is beyond physicality and by seeking materials they build and bring meaning to the intangible. Sigthora Odins (b. 1981) graduated from the visual arts department of the Iceland Academy of the Arts in 2015 and has also completed a diploma in ceramics from the Reykjavík Academy of Fine Arts in 2012. Sigthora has participated in group exhibitions in Iceland and abroad, including in collaboration with the art group "Computer Spirit" in the years 2016 - 2018 in Norway and Estonia. She has held solo exhibitions of her work in Iceland and Denmark and received recognition for her work in the Netherlands www.sigthoraodins.com Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (b.1991) graduated from the Fine Arts Department of the Iceland Academy of the Arts in 2015. Andrea has participated in many cultural collaborative projects and worked closely with several groups of artists; the collective Computer Spirit and the performance duo The Villains. She also worked closely with the Ekkisens gallery in its era. Today she conducts her research mostly independently in her own studio. In her artistic work, Andrea considers the creative act as a certain state of flux, raw and primal. The body is viewed as a subjective system, the unseen materialized. Internal transformations are carried out, as attempts to harness the self as a fluid mass in constant change. Heiðrún Gréta Viktorsdóttir (b.1990) graduated with a B.A. degree from the Iceland University of the Arts in 2015. Heiðrún has worked as a curator and organized events in traditional and unconventional spaces. In 2016, she was nominated for the DV Culture Award for curating at Ekkisens Gallery, and in 2018 she was part of the planning team for the Straumar Art Festival in Flateyri. Heiðrún has participated in group exhibitions in Iceland and abroad, including with the art collective Computer Spirit. From 2018 to 2021 Heiðrún worked at Gallerí Úthverfa and ArtsIceland as a project manager and curator of the joint exhibitions KOLEFNI and Mörsugur. Heiðrún now lives and works on her independent artwork in Reykjavík. Exhibition: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg.August 29 - September 5. Exhibition program is supported by Myndlistarsjóður.
29.08.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Liquid life / Lífsvaki

Heiðrún Gréta Viktorsdóttir Í listaverkinu Liquid life / Vökvavaka vinnur listamaðurinn með tilvist líkamans á mörkum hins efnislega og ósnertanlega. Skynjun og meðvitund listamannsins eru í fyrirrúmi og mörk líkamans eru könnuð með fasabreytingum vatns. Tíminn rennur í takt við vatnið og holdið verður að umbreytilegu frumefni. Heiðrún Gréta Viktorsdóttir (f.1990) útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Heiðrún hefur starfað sem sýningarstjóri og skipulagt viðburði í hefðbundnum semog óhefðbundnum rýmum. Árið 2016 var hún tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir listræna stjórn í Ekkisens gallerí og árið 2018 var hún hluti af skipulagsteymi fyrir StraumarArt Festival á Flateyri. Heiðrún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, m.a. í nánu samstarfi við myndlistarkollektífið Computer Spirit á árunum 2016-2018. Frá 2018-2021 starfaði Heiðrún hjá Gallerí Úthverfu og ArtsIceland sem verkefnisstjóri og sýningastýrði samsýningarnar KOLEFNI og Mörsugur. Heiðrún býr nú í Reykjavík þar sem hún starfar sjálfstætt við listsköpun. The artist explores the body's boundaries between physical and ethereal surroundings. Perception and awareness are expanded and the body is explored through the phases of water. Time ripples in sequence to water and flesh becomes a part of a primordial element. Heiðrún Gréta Viktorsdóttir (b.1990) graduated with a B.A. degree from the Iceland University of the Arts in 2015. Heiðrún has worked as a curator and organized events in traditional and unconventional spaces. In 2016, she was nominated for the DV Culture Award for curating at Ekkisens Gallery, and in 2018 she was part of the planning team for the Straumar Art Festival in Flateyri. Heiðrún has participated in group exhibitions in Iceland and abroad, including with the art collective Computer Spirit. From 2018 to 2021 Heiðrún worked at Gallerí Úthverfa and ArtsIceland as a project manager and curator of the joint exhibitions KOLEFNI and Mörsugur. Heiðrún now lives and works on her independent artwork in Reykjavík.
29.08.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Waterfall

Waterfall | Anna Wallenius Í heimspekilegu samhengi má líta á vatn sem tíma sem líður. Þetta er sérstaklega áberandi í fossum þar sem vatn rennur niður klettana í stöðugri hreyfingu. Skvettandi vatnið sléttir steina og finnur sér að lokum leið niður að sjónum, þar sem það ferðast með öldunum á aðra staði. Leir segir okkur einnig sögu um tíma sem líður, en á mun hægari hátt. Hann myndast við efnaumbrot silíkatríkra bergtegunda sem tekur þúsundir ára að myndast og má finna í gömlum árfarvegum.Þessi tvö efni, vatn og leir, standa hlið við hlið í náttúrulegri hreyfingu og umbreytingu, en hafa mjög ólíka eiginleika. Vatn lekur og heldur ekki formi, á meðan leir er stífari og hægt er að móta hann í hlut. Kjarni verksins spyr hvort hægt sé að móta leir þannig að hann fangi fljótandi form vatns sem fellur og skvettist? Og, hvernig gæti leir, þrátt fyrir stífa eiginleika sína, sýnt stöðuga hreyfingu?Verkið Foss samanstendur af keramikveggverkum úr steinleir og keramik litarefnum. Anna Wallenius (f. 1981) er finnskur hönnuður og leirkerasmiður en keramikverkstæði hennar er staðsett í Hvalfirði. Hún útskrifaðist sem leirkerasmiður frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2018, og áður hafði hún lokið BA gráðu í hönnun frá Metropolia University í Helsinki árið 2012. Hún hefur einnig lokið námi í umhverfishönnun við Joshibi University í Tókýó árið 2011. Verk Önnu hafa verið til sölu hjá Listval í Reykjavík, The Ode To galleríinu í Stokkhólmi en auk þess tók hún þátt í hópsýningunni Thaw í Lokal galleríinu í Helsinki árið 2022. Anna blandar saman ýmsum aðferðum í verkum sínum, til dæmis gipsmótagerð, mótunarhellu og handgerð. Í kjarna verka hennar er leikgleði með liti og form. In philosophical aspect water can be seen as time passing by. This is apparent especially in waterfalls where water is sliding down the cliffs in non-stopping movement. Splashing water is smoothing stones and making eventually it’s way down to the sea, where it travels with waves elsewhere. Clay is also telling us a story of time passing by, yet in a much slower motion. It is formed by chemical weathering of silicate-bearing rocks that take thousands of years to form in places where there used to be rivers. These two mediums, water and clay, line beside each other on the natural movement and transformation, yet they have very different characteristics. Water leaks and will not hold a shape, clay on the other hand is stiffer and it can be shaped into an object. The core of the work asks could clay be shaped so that it captures the fluid form of a water falling and splashing? And, how could clay, in spite of its’ stiff characteristics, depict a non-stopping movement?The work Waterfall consists of ceramic wall pieces made from stoneware and ceramic pigments. Anna Wallenius (b.1981) is a Finnish designer and ceramist. Her ceramic studio is located in Hvalfjörđur, Iceland. She graduated as a ceramist from Reykjavik School of Visual Arts in 2018, and prior to that she graduated as Bachelor of Design in Metropolia University Helsinki in 2012. She has also completed Environment Design studies in Joshibi University in Tokyo 2011.Anna has her ceramic pieces available in Listval Reykjavik, The Ode To gallery Stockholm and she took part in Thaw -group exhibition in Lokal gallery Helsinki in 2022. Anna combines several techniques in her work, for example plaster mold making, slip casting and hand-building. In the core of her work is playfulness with colours and shapes.
29.08.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Besta auglýsingastofan

Besta auglýsingastofan | The Best Ad Agency | Adam Flint & Annahita Besta auglýsingaskrifstofan er gervi auglýsingaskrifstofa sem mun birtast á Hamraborg Festival 2024. Gestum er boðið að ganga inn í skrifstofurými þar sem þeir gerast launalausir starfsnemar og fá það verkefni að hanna og framleiða plaköt í A4 stærð sem auglýsa ýmsar ímyndaðar einingar og hugmyndir, allt frá nýjum fyrirtækjum yfir í persónuleg hugðarefni svo sem gæludýr og ljóð. Auglýsingastofan leggur upp með því að hlúa að samsköpun með því að bjóða upp á skriffæri og ljósritunarvélar svo að gestir geti beitt eigin sýn og sköpunarkrafti. Á stuttum tíma þurfa gestir að reiða á handahóf og eigin maga tilfinningu til að skapa, aðferð innblásna af Dadaisma.Þetta framtak hefur margvíslegan tilgang: 1) að varpa ljósi á yfirþyrmandi nærveru auglýsinga í samfélaginu, 2) að valdefla einstaklinga til þess að taka þátt í sköpun þeirra og 3) velta upp spurningum varðandi höfundarétt og hæfileika. Fylgstu með á instagram þar sem niðurstöður verða kynntar á @bestaauglysingastofan Adam er sjálfstætt starfandi hönnuður, lektor og deildarforseti Í GrafískRI hönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hlaut MFA gráður frá University of California, Davis, þar sem hann stúderaði hönnun kosningakerfisins í Bandaríkjunum. Árið 2023 stundaði Adam rannsóknir í Kristjaníu, Danmörku, þar sem hann kortlagði and-kapitalíska grafíska hönnun en afrakstur hennar var sýndur á sýningunni Orange Work í Núllinu sem var hluti af HönnunarMars 2024. Síðastliðin áratug hefur hann tekið þátt í sýningarhaldi í ýmsum menningarstofnunum til dæmis: California Museum, di Rosa Center for Contemporary Art, Southern Utah Museum of Art, og Listasafni Reykjavíkur, ásamt öðrum. Annahita á ættir að rekja til Þýskalands og Íran. Hún útskrifaðist með gráðu frá Gerrit Rietveld Academy árið 2016. Á meðan á námi hennar stóð lagði hún áherslu á vídeó list auk þess hefur hún þróað með sér áhuga á málverki og teikningu á síðastliðnum árum. Í vídeóverkum hennar rannsakar hún víxlverkunina á milli myndavélar, viðfangs hennar og áhorfanda, sem ýfir upp möguleg áhrif allra þriggja. Ein af endurteknum stefum í vinnuferli hennar er að ná skilningi á hvernig viðfang hreyfir sig á milli ramma sem virðast alveg stöðugir. Hún hefur unnið að gerð sýningarverkefna fyrir stofnanir eins og Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, LHÍ, Nýló og Gerðarsafn síðan 2016. Besta auglýsingastofan, installation & participatory exhibition, where works will be produced and displayed within the exhibition space as well as around town. Besta auglýsingastofan / The Best Ad Agency is a fake ad agency that will appear during Hamraborg Festival 2024. Visitors to the interactive exhibition are welcomed into an office space where they become unpaid interns, tasked with designing and producing A4 flyers promoting various fictitious entities or ideas, from new businesses to personal favourites like pets or poems. The agency aims to foster co-creation, providing supplies and a copy machine for visitors to contribute their own creativity and point of view. With a short turnaround time, visitors rely on chance and their own gut instincts to make, inspired by the tenets of Dadaism.This initiative serves multiple purposes: 1) shedding light on the overwhelming presence of advertising in society, 2) empowering individuals to participate in its creation, and 3) questioning notions of authorship and talent. Follow along on Instagram where the results will be published @bestaauglysingastofan Adam is an independent designer and assistant professor/program director of visual communication at Iceland University of the Arts. He received his MFA from the University of California, Davis, where he studied the design of the U.S. voting system. During June, 2023 Adam was the researcher in residence in Freetown Christiania mapping out the history of anti-capitalist graphic design; then held the connected exhibition, Orange Work at Núllið Gallerý (DesignMarch 2024). For the past decade, he has collaborated on exhibitions with cultural institutions such as the California Museum, di Rosa Center for Contemporary Art, Southern Utah Museum of Art, and Listasafn Reykjavíkur, among others. Annahita has dual heritage – German and Iranian. She graduated with a BFA from the Gerrit Rietveld Academy in 2016. During her studies, she focused on video art but has also developed an interest in painting and drawing in recent years. Regarding her video works, she researches the subtle interaction between camera, performer and audience, highlighting the performative capacities of all three. One constant within her practice is understanding how subjects move within seemingly static frames. Since 2016 she has worked behind the scenes on exhibition projects for Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, LHÍ, Nýlo and Gerðarsafn. Exhibition program is supported by Myndlistarsjóður.
Fleiri viðburðir