Sjálfbærniskýrsla 2023

Ítarefni

Ávarp bæjarstjóra

Kæru Kópavogsbúar,

Sjálfbærniskýrsla Kópavogs sem nú er gefin út í þriðja sinn endurspeglar vel að sjálfbærni er leiðarljós í starfsemi bæjarins. Verkefnin sem stuðla að sjálfbærni eru fjölbreytt í Kópavogi og eru í takt við innleiðingu Kópavogsbæjar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Á síðasta ári var unnið að viðamiklum verkefnum sem greint er frá í Sjálfbærniskýrslunni. Hér má nefna nokkur dæmi. Lokið var við skipulagsvinnu á nýju hverfi, Vatnsendahvarfi, en þar er áformað að rísi byggð með um 500 íbúðum. Gróður og náttúra munu fléttast inn í hverfið og í anda sjálfbærni verður áhersla á góðar samgöngutengingar.

Starfsumhverfi leikskólanna var tekið til gagngerrar endurskoðunar með farsæld barna að leiðarljósi. Meðal þess sem var innleitt var gjaldfrjáls leikskóli í sex tíma. 40% af foreldrum og forráðafólki barna nýttu sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma og styttu dvalartíma barna með þeim jákvæðu afleiðingum að mönnun gekk miklu betur en undanfarin ár og leikskólar þurftu ekki að grípa til lokana.

Áfram var stutt við heilsueflingu eldri borgara í gegnum verkefnið Virkni og vellíðan sem hefur eflst ár frá ári og nú bæði í íþróttahúsum bæjarins og félagsmiðstöðvum aldraðra. Markmiðið er að stuðla að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu íbúa og stuðla að farsælli öldrun sem er gríðarlega mikilvægt velferðarmál.

Kópavogsbær er fallegur bær og við höfum lagt metnað í snyrtileg og gróðursæl opin svæði. Íbúar kunna vel að meta þessi svæði eins og íbúasamráð um Kópavogsdal sýndi, áhuginn var gríðarlega mikill og góð þátttaka frá íbúum sem vilja hag dalsins sem bestan.

Að lokum er vert að geta þess að sú áhersla sem lögð er á traustan og góðan rekstur hjá Kópavogsbæ gerir okkur kleift að veita sveigjanlega og góða þjónustu sem mætir þörfum íbúa.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi

Um sjálfbærniskýrsluna

Sjálfbærniskýrsla Kópavogsbæjar er gefin út einu sinni á ári samhliða ársreikningi. Skýrsla fyrir árið 2023 er gefin út samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, GRI staðla með tilvísun, (e. *GRI Standards, content index with reference). Einnig verður leitast við að birta þær mælingar utan staðalsins sem þegar eru til staðar hjá sveitarfélaginu.

GRI tilvísunartaflan sem fylgir skýrslunni skýrir að hve miklu leyti gert er grein fyrir hverju viðmiði í skýrslunni. Sum viðmiðanna fá ítarlega umfjöllun á meðan gert er grein fyrir öðrum í tilvísunartöflunni. Horft var til heildarstefnu Kópavogsbæjar og innleiðingar hennar sem felur í sér vinnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. GRI vísarnir, sem hafa hingað til verið notaðir fyrir fyrirtæki, duga ekki einir og sér til þess að ná utanum margbreytileika samfélags Kópavogsbæjar með alla sína íbúa, fyrirtæki og stofnanir og þess vegna eru einnig að finna í skýrslunni ýmsar aðrar upplýsingar um samfélagið.

Kópavogsbær safnar og vinnur umfangsmikil gögn í upplýsingakerfum sínum um samfélagið og starfsemi sveitarfélagsins. Einnig hafa verið þróuð sérstök upplýsingakerfi, svo sem Nightingale, til þess að halda utan um mælingar, mælaborð og vísitölur sveitarfélagsins. Vísað verður í þær upplýsingar og er skýrslunni ætlað að gefa innsýn í þau fjölmörgu verkefni sem unnin hafa verið á vegum sveitarfélagsins á síðastliðnu ári. Þær upplýsingar sem birtast í skýrslunni koma meðal annars úr Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar, umhverfisumsjónarkerfi Klappa, starfsemismælingum og þjónustukönnunum.

Starfsfólk sviða sveitarfélagsins kom að ritun skýrslunnar og yfirlestri hennar. Helstu tengiliðir vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar eru Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristín Egilsdóttir, sviðstjóri fjármálasviðs, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri, Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill og Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ. Leiðsögn og gæðatrygging skýrslunnar var í höndum Evu Magnúsdóttur, Podium ehf. Endanleg ábyrgð á birtingu skýrslunnar liggur hjá bæjarstjórn Kópavogs.

GRI taflan
Yfirlýsing um notkun Kópavogsbær hefur skilað skýrslu með upplýsingum sem vísað er í þessari GRI tilvísunartöflu fyrir tímabilið 1. jan 2023 - 31. des 2023 í samræmi við GRI staðla með tilvísun.
Upplýsingar um notkun GRI 1: Grunnupplýsingar 2023
GRI STAÐLAR Lýsing Já/nei Tilvísun
GRI 2: Almennar uppýsingar 2-1 Um fyrirtækið Kópavogur
2-2 Rekstrareiningar sem falla undir upplýsingagjöf fyrirtækisins um sjálfbærni Kópavogur
2-3 Tímabil skýrslugjafar, tíðni og samskiptaupplýsingar Um skýrsluna
2-4 Endurframsettar upplýsingar Um skýrsluna
2-5 Utanaðkomandi úttekt og áritun Ráðgjafarfyrirtækið Podium ehf. hefur farið yfir allar upplýsingar skýrslunnar samkvæmt GRI staðli með tilvísun og staðfestir samkvæmt bestu vitund að þær eru réttar.
2-6 Starfsemi, virðiskeðja og önnur viðskiptasambönd Stjórnun
2-7 Starfsfólk Mannauður
2-8 Vinnuafl sem tilheyrir ekki starfsfólki    
2-9 Stjórnskipulag og skipurit Stjórnun
2.10 Tilnefning og val á æðstu stjórnendum Bæjarstjórn
2-11 Stjórnarformaður Bæjarstjórn
2-12 Aðkoma æðstu stjórnar við eftirlit með stýringum áhrifa Um skýrsluna
2-13 Framsal ábyrgðar við stýringu áhrifa Um skýrsluna
2-14 Hlutverk/aðkoma æðstu stjórnar að upplýsingagjöf um sjálfbærni Um skýrsluna
2-15 Hagsmunaárekstrar Siðareglur eru settar fyrir kjörna fulltrúa sem eiga að gæta þess að ekki verði hagsmunaárekstrar. Haldin er hagsmunaskrá bæjarfulltrúa. Hagsmunaaðilar eru; íbúar, stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki, starfsmenn, birgjar, samstarfsaðilar. Engin atvik voru skráð á árinu sem hagsmunaárekstrar. Einnig hafa verið settar samskiptareglur kjörinna fulltrúa.
2-16 Upplýsingagjöf um veigamikil atriði Um skýrsluna
Upplýsingalög
2-17 Heildarþekking æðstu stjórnar Bæjarstjórn
2-18 Mat á frammistöðu æðstu stjórnar Stjórnun
2-19 Starfskjarastefnur

 

Kjarasamningar, Jafnlaunavottun

2-20 Launaákvörðunarferli Mannauður, Jafnlaunavottun
2-21 Árlegur launasamanburður Mannauður, Jafnlaunavottun
2-22 Yfirlýsing um stefnuáherslur í sjálfbærri þróun Stefnupýramídi
2-23 Skuldbinding við stefnu  ✓ Stefnupýramídi
2-24 Samþætting skuldbindinga samkvæmt stefnu Stefnupýramídi
Siðareglur
2-25 Úrbótaferli vegna neikvæðra áhrifa Já ýmsir kaflar í umhverfi; ss sjálfbærni og skipulag, uppbygging vistvænna innviða, kolefnisbinding og skógrækt, orkunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda, hringrásarhagkerfið og úrgangsstjórnun. Þann 13. desember 2022 samþykkti bæjarstjórn sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að höfuðborgarsvæðið verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2035. Innkaupastefna Kópavogsbæjar byggir á stefnu sveitarfélagsins sem samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
2-26 Verkferlar við að leita ráðgjafar og vekja athygli í álitamálum  ✓ Siðareglur
2-27 Fylgni við lög og reglur Stjórnun
2-28 Aðild að samtökum og félögum Festa samfélagsábyrgð
SSH, Samband íslenskra sveitarfélaga
2-29 Aðferðafræði/nálgun við aðkomu haghafa Hagaðilar hafa verið skilgreindir
Nálgunin er í gegnum íbúalýðræði, Okkar Kópavogur, Okkar skóli, þátttöku barna á barnaþingi, starfandi ungmennaráð, öldungaráð og notandaráð fatlaðs fólks.
2-30 Þátttaka í kjarasamningum 100%
3-1 Ferli við að ákveða mikilvægiþætti Stjórnun
GRI 3: Mikilvæg efnisatriði Siðareglur
3-2 Listi yfir mikilvæga þætti Við mótun nýs aðalskipulags til ársins 2040 (árið 2021) var mikilvægisgreining nýtt við innleiðingu Heimsmarkmiðanna í aðalskipulagið. Í kaflanum Stjórnun eru tilgreindir þeir þættir sem lög gera ráð fyrir að sveitarfélög sinni: Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 eru sveitarfélög sjálfstæð stjórnvöld stjórnað af lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum í umboði íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið sinnir þeim verkefnum sem því er falið lögum samkvæmt, m.a. varðandi fræðslu- og uppeldismál, félagsþjónustu, æskulýðs- og íþróttamál, menningarmál, hreinlætismál og umhverfismál. Jafnframt fylgir það kröfum sem gilda um starfsemi þess í öðrum lögum, s.s. stjórnsýslulögum, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um opinber innkaup. Einnig eru í gildi siðareglur dags. 27. janúar 2015, sem settar hafa verið á grundvelli 29. gr. sveitarstjórnarlaga og aðgengilegar eru á heimasíðu sveitarfélagsins auk samskiptareglna kjörinna fulltrúa frá árinu 2012.
3-3 Stýring/stjórnun mikilvægiþátta (jákvæð, neikvæð áhrif, mildun áhrifa o.s.frv.) Stjórnun
Siðareglur
GRI 201: Efnahagslegur árangur   201-1 Efnahagslegt virði sem er skapað og dreift – Bein fjárhagsleg verðmætasköpun Í kaflanum stjórnarhættir er fjallað um stefnumiðaða áætlanagerð og í kafla um efnahag nákvæmlega um það hvert peningarnir fara.
201-2 Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri sökum loftlagsbreytinga Gerð er umhverfisskýrsla með aðalskipulagi, einnig er gert áhættumat við gerð deiliskipulags til að meta áhrif loftslagsbreytinga sbr. kafli 4.
201-3 Skilgreint fyrirkomulag skuldbindinga um bætur og annað fyrirkomulag eftirlauna /skuldbindingar vegna eftirlaunasjóða og annarra eftirlaunakrefa Þessar upplýsingar birtast í ársreikningi bæjarfélagsins sem birtur er á heimasíðu.
201-4 Fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum Sveitarfélög fá framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en ekki er fjallað sérstaklega um það í skýrslunni
GRI 202: Nálægð við markað   202-1 Hlutfall almennra byrjunarlauna eftir kyni samanborið við almenn lágmarkslaun Mannauður
202-2 Hlutfall æðstu stjórnenda sem eru ráðnir úr nærsamfélaginu 100% en nærsamfélagið er skilgreint sem Ísland.
GRI 203: Óbein efnahagsleg áhrif 203-1 Innviðafjárfestingar og þjónusta sem stutt er við/ Fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins Allar fjárfestingar sveitarfélagsins eru vegna íbúanna. Útgjöld vegna fastafjármuna sem hlutfall af heildarútgjöldum. Birtist í ársreikningi.
203-2 Veruleg óbein efnahagsleg áhrif Efnahagur
GRI 204: Innkaupastefnur - virðiskeðja innkaupa 204-1 Hlutfall útgjalda til birgja í nærsamfélaginu /hlutfall innkaupa hjá birgjum í nærumhverfi Ekki haldið utan um þetta en nýleg innkaupastefna og verklagsreglur eru í gildi.
GRI 205: Spillingamál 205-1 Mat á rekstri vegna áhættu sem tengist spillingu Gerum almennt áhættumat fyrir rekstur bæjarins á tveggja ára fresti. Siðareglur.
205-2 Miðlun upplýsinga og þjálfun í stefnum og verklagsreglur/ferlum gegn spillingu Siðareglur, samskiptareglur kjörinna fulltrúa.
205-3 Staðfest atvik um spillingu og aðgerðir sem gripið var til/mótaðgerðir Engin skráð atvik.
GRI 206: Samkeppnishegðun 206-1 Lagalegar aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun, hringamyndun (auðhringjamála) og einokunaraðferðum   Á ekki við.
GRI 207: Skattar 207-1 Aðferðir við skattauppgjör   Á ekki við.
207-2 Stjórnun skattamála, eftirlit og áhættustjórnun   Á ekki við.
207-3 Þátttaka haghafa og áhyggjur stjórnenda með tilliti til skattamála   Á ekki við.
207-4 Skýrslugerð í mismunandi löndum   Á ekki við.
GRI 301: Efni 301-1 Efni sem notað er eftir þyngd og rúmmáli   Á ekki við.
301-2 Endurunnið efni sem er notað   Á ekki við.
301-3 Endurunnar vörur og pökkunarefni   Á ekki við.
GRI 302: Orka 302-1 Orkunotkun skipulagsheildar Orkunotkun
302-2 Orkunotun utan skipulagsheildar Orkunotkun
302-3 Orkukræfni Já að hluta. Haldið er utan um beina orkunotkun á hverja stofnun í rekstri.
302-4 Samdráttur í orkunotkun Orkunotkun
302-5 Aðgerðir til að draga úr orkuþörf vöru og þjónustu Starfsfólk Kópavogs er hvatt til orkusparandi umgengni bæði hvað varðar raforku og hitaveitu. Við endurnýjun stærri tækja er hugað að orkusparandi tækjum. Vel er fylgst með orkunotkun í stofnunum sveitafélagsins til þess m.a. að lækka rekstrarkostnað bæjarins ásamt því að stuðla að umhverfisvænna sveitarfélagi. Leitast hefur verið við að minnka orkunotkun í stofnunum bæjarins, meðal annars með því að skipta út hefðbundinni lýsingu fyrir LED lýsingu. Útskipting hefðbundinnar lýsingar í götulömpum á götum bæjarins er hafin yfir í LED lýsingu.
GRI 303: Vatn og frárennsli 303-1 Vatnstaka eftir vatnsbólum Kópavogsbær rekur vatnsból fyrir sveitarfélagið og hefur eftirlit með því.
303-2 Veruleg áhrif á vatnsból vegna vatnstöku Kópavogsbær hefur eftirlit með vatnsbólum.
303-3 Vatnstaka Sjá reglugerð
303-4 Losun vatns Kópavogsbær starfrækir fráveitu í bæjarfélaginu.
Bæjarstjórn ákveður framkvæmdir við fráveituna og veitir árlega fé á fjárhagsáætlun til framkvæmda, reksturs og viðhalds sem bæjarsjóður kostar.
303-5 Vatnsnotkun Kópavogsbær hefur eftirlit með vatnsbólum.
GRI 304: Líffræðilegur fjölbreytileiki 304-1 Rekstrarhliðar í eigu, leigðir, stjórnað á eða við skilgreind verndarsvæði auk annarra svæða með mikinn líffræðilegan fjölbreytileika Leikskólinn Marbakki liggur að verndarsvæði sem er skilgreint meðfram strandlengjunni í Fossvoginum.
304-2 Veruleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika af starfsemi, vöru og þjónustu Ekki vitað um veruleg áhrif.
304-3 Vernduð eða endurheimt búsvæði

Kópavogsleiran er um 21 hektari.

304-4 Fjöldi tegunda á válista IUCN RED og tegundir í innlendum verndarflokki á áhrifasvæði rekstrar    
GRI 305: Losun í andrúmsloftið 305-1 Bein losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 1) Já að hluta. Þann 13. desember 2022 samþykkti bæjarstjórn sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að höfuðborgarsvæðið verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2035. Það þýðir að það ár verði reiknuð heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á svæðinu, að landnotkun meðtalinni, ekki meiri en sem nemur reiknaðri bindingu kolefnis. Horft er til losunarútreikninga frá SSH fyrir höfuðborgarsvæðið sem birt var 2019 og verður birt aftur á árinu 2024.
305-2 Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 2) Já að hluta. Notast er við losunarstuðull í gegnum umhverfisstjórnunarkerfi Klappa.
305-3 Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 3) Að hluta til.
305-4 Orkukræfni (styrkur losunar) Haldið er utan um beina orkunotkun á hverja stofnun í rekstri.
305-5 Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda (aðgerðir til að draga úr losun) Kópavogsbær hefur hafið margvíslegar aðgerðir. Horft er til útreikninga um losun fyrir höfuðborgarsvæðið á vegum SSH sem voru gerðir 2019 og uppfærðir 2024 í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Víða í umhverfiskaflanum er fjallað um mótvægisaðgerðir.
305-6 Losun ósoneyðandi efna   Á ekki við
305-7 Losun köfnunarefnisoxiðs (NOX), brennisteinsoxíðs (SOX) og önnur veruleg losun lofttegunda   Á ekki við
GRI 306: Úrgangur 306-1 Losun úrgangs og úrgangur með veruleg áhrif Úrgangsstjórnun
306-2 Úrgangursstjórnun með veruleg áhrif Úrgangsstjórnun
306-3 Heildar úrgangur Úrgangsstjórnun
306-4 Úrgangur vísað frá förgun Úrgangsstjórnun
GRI 308: Mat á umhverfisáhrifum birgja 308-1 Nýir birgjar sem voru skimaðir með því að notast við umhverfisviðmið, hlutfall Settar eru vistvænar kröfur og umhverfisskilyrði þar sem hægt er. Í nýbyggingum á vegum bæjarins er skilyrði að þær standist Svansvottun.
308-2 Neikvæð áhrif í aðfangakeðjunni og aðgerðir sem gripið var til Sjá umfjöllun um innkaup í kafla um stjórnunarkerfi, og svar í 308-1. Sem dæmi má nefna riftun samnings við verktaka vegna ágalla við endurbyggingu Kársnesskóla.
GRI 401: Vinnuafl (vinnumál) - Atvinnumál 401-1 Nýráðningar starfsfólks og velta Sjá umfjöllun um tölfræði í kafla um mannauð.
401-2 Fríðindi/hlunnindi fyrir fastráðið starfsfólk í fullu starfi, gildir ekki fyrir starfsfólk í hluta- eða tímabundnu starfi Kjarasamningar, frítt í sund, niðurgreitt mötuneyti, líkamsræktarstyrkur
401-3 Foreldraorlof Kjarasamningar
GRI 402: Kjaramál 402-1 Lágmarks uppsagnafrestur ef breytingar verða á rekstri Kjarasamningar
GRI 403: Vinnuvernd, heilsa og öryggi 403-1 Stjórnskipulag vinnueftirlits / Þátttaka í formlegum og sameiginlegum heilsu- og öryggisnefndum stjórnenda og starfsmanna Fjallað er um þessi atriði í kafla um mannauð, ss starfsmannastefnu og í öryggissamþykkt Kópavogsbæjar
403-2 Hættugreining, áhættumat og rannsóknaratvik. Tegundir og tíðni meiðsla, atvinnusjúkdómar, fjarverudagar og fjöldi vinnutengdra dauðsfalla Fjallað er um þessi atriði í kafla um mannauð, ss starfsmannastefnu og í öryggissamþykkt Kópavogsbæjar
403-3 Þjónusta vegna atvinnusjúkdóma / Starfskraftar með háa tíðni eða í mikilli hættu á að þróa með sér starfstengda sjúkdóma Sjá umfjöllun í kafla um mannauð.
403-4 Þátttaka starfsfólks, ráðgjöf og samskipti í tengslum við vinnueftirlit /
Efnistök er varða heilsu- og öryggismál sem fjallað er um í formlegum samningum við stéttarfélög
Fjallað er um þessi atriði í kafla um mannauð, í stefnu Kópavogs gegn einelti, áreitni, og ofbeldi, og í öryggissamþykkt Kópavogsbæjar
403-5 Þjálfun starfsfólks í tengslum við vinnueftirlit Fjallað er um þessi atriði í kafla um mannauð, ss starfsmannastefnu og í öryggissamþykkt Kópavogsbæjar
403-6 Aðgerðir til að efla heilbrigði starfsfólks Fjallað er um þessi atriði í kafla um mannauð og í mannauðsstefnu
403-7 Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi heilsu og öryggi sem er beintengt viðskiptatengslum   Á ekki við
403-8 Hlutfall starfsfólks sem vinnueftirlit nær til 100%
403-9 Vinnutengd slys 79
403-10 Vinnutengd veikindi Sjá umfjöllun um tölfræði í kafla um mannauð.
GRI 404: Þjálfun og menntun 404-1 Árlegur meðalfjöldi klukkustunda í þjálfun á hvern starfsmann Mannauðsstefna, fag- og kjarnasvið og mannauðsdeild sinna símenntun starfsfólks, mannauðsdeild skipuleggur fræðslu sem boðin er öllu starfsfólki og stjórnendum
404-2 Áætlanir um símenntun starfsmanna og stuðningur til að aðlagast breytingum Sama og 404-1
404-3 Hlutfall starfsmanna sem fær reglulega rýni á frammistöðu og starfsþróun Starfsfólk hefur áhrif á þróun vinnustaðarins og eigin starfsskilyrði og hefur tækifæri til að koma hugmyndum á framfæri. Starfsfólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum, tækjum og tólum sem það þarf til þess að sinna verkefnum sínum vel.
Unnið er markvisst að starfsþróun hvers og eins til að starfsfólk eflist og öðlist sjálfstæði. Þarfir starfsfólks eru greindar og því veitt viðeigandi símenntun.
GRI 405: Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri 405-1 Fjölbreytileiki stjórnar og starfsmanna Mannauður
Bæjarstjórn
405-2 Hlutfall grunnlauna og kjör kvenna í samanburði við karla Mannauður, Jafnlaunavottun
GRI 406: Engin mismunun 406-1 Atvik um mismunun og framkvæmd úrbóta   Stefna Kópavogs gegn einelti, áreitni, og ofbeldi, Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun.
GRI 407: Frjáls aðild að verkalýðssamtökum og kjaraviðræðum 407-1 Rekstur og birgjar þar sem hætta er á sniðgöngu varðandi félagafrelsi og sameiginlega kjarasamningagerð Er almennt í skilmálum þegar um útboð er að ræða.
GRI 408: Barnaþrælkun / vinna barna 408-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á barnaþrælkun/vinnu Er almennt í skilmálum þegar um útboð er að ræða.
GRI 409: Nauðungarvinna 409-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á nauðungar og skylduvinnu Er almennt í skilmálum þegar um útboð er að ræða.
GRI 410: Öryggismál / öryggisvenjur 410-1 Starfsmenn í öryggisgæslu sem fá þjálfun í stefnu eða verklagsreglum í mannréttindamálum Jafnréttisáætlun; Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur umsjón með gerð jafnréttisáætlunar til fjögurra ára. Jafnréttis-og mannréttindaráð tryggir að jafnréttisáætlun Kópavogs sé kynnt starfsfólki, nefndum og ráðum og hefur eftirlit með að henni sé fylgt eftir.
GRI 411: Réttur frumbyggja / innfæddra   411-1 Brotatilvik sem fela í sér réttindi frumbyggja   Á ekki við
GRI 413: Nærsamfélagið 413-1 Starfsemi með virkni í nærsamfélaginu, áhrifamat og þróunaráætlanir
Starfsemi sem tengist nærsamfélagi á virkan hátt, áhrifamat og þróunarverkefni
Öflugt atvinnulíf
Allur rekstur sveitarfélagsins hefur áhrif í nærsamfélaginu. Ýmis stefnumótunar- og þróunarverkefni eru til staðar sem fjallað er um í köflum skýrslunnar.
413-2 Rekstur sem hefur umtalsverð, raunveruleg og möguleg neikvæð áhrif á nærsamfélagið   Á ekki við.
GRI 414: Mat á samfélagsábyrgð birgja 414-1 Hlutfall nýrra birgja sem hafa verið skimaðir/rýndir á grundvelli félagslegra viðmiða Er almennt í skilmálum þegar um útboð er að ræða.
414-2 Neikvæð samfélagsáhrif virðiskeðju og aðgerðir sem gripið hefur verið til   Á ekki við.
GRI 415: Opinber stefna 415-1 Framlag til stjórnmála   Á ekki við.
GRI 416: Heilsa og öryggi viðskiptavina 416-1 Mat á heilsu- og öryggisáhrifum vöru- og þjónustuflokka /kröfur um upplýsingar um vörur og þjónustu og merkingar   Á ekki við.
416-2 Atvik þar sem ekki var farið eftir reglum er varða vöru og þjónustu og hefur áhrif á heilsu og öryggi   Á ekki við.
GRI 417: Markaðssetning og merkingar 417-1 Kröfur til upplýsinga og merkinga á vörum og þjónustu   Á ekki við.
417-2 Atvik þar sem ekki er farið eftir reglum sem varða upplýsingar og merkingar vöru og þjónustu   Á ekki við.
417-3 Atvik við markaðssetningu þar sem ekki er farið eftir reglum   Á ekki við.
GRI 418: Persónuvernd 418-1 Rökstuddar kvartanir varðandi brot á persónuvernd viðskiptavina og tap á gögnum þeirra Ein tilkynning barst um öryggisbrest og sex ábendingar um meðferð perónugagna. Engar skráðar kvartanir bárust um glötuð persónugögn.
1. Stjórnarhættir
2. Samfélagið í Kópavogi
3. Efnahagur
4. Umhverfi