- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í heildarstefnu Kópavogs kemur fram að reka eigi Kópavogsbæ af ráðdeild þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og skilvirkni. Kópavogur er í fararbroddi í nýsköpun og tileinkar sér tækninýjungar í starfsemi sinni. Á grundvelli heildarstefnunnar eru mótaðar stefnur sviða. Mótun stefna sviðanna er liður í stefnumiðaðri fjárhagsáætlunargerð og fylgja stefnunum tengdar aðgerðaráætlanir sem fjallað er um við árlega fjárhagsáætlunargerð.
Á árinu 2021 í lok júní fóru 43% útgjalda bæjarins til menntamála, 21% til umhverfismála, 13% til velferðarmála, 12% til æskulýðs og íþróttamála, 6% til stjórnsýslu, 5% til umsýslu fyrirtækja Kópavogsbæjar og 2% til menningarmála.
Á vefnum er hægt að skoða hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra. Hægt er að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Sjá nánar.
Hér fyrir neðan má sjá þróun tekna, þróun rekstrargjalda og þróun veltufjár frá rekstri sett upp í gröf.
Hér fyrir neðan má sjá þróun starfsmannakostnaðar í milljónum króna og þróun starfsmannakostnaðar sem hlutfall af tekjum Kópavogsbæjar.
Skuldaviðmið vísar til hlutfalls skilgreindra skulda og skuldbindinga af reglulegum tekjum sveitarfélaga.
Ef veltufé frá rekstri héldist eins á hverju ári og væri notað bara til þess að borga niður skuldir, þá tæki tæp 15 ár að borga niður skuldir bæjarins.
Kópavogsbær hefur innleitt mælingar um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins samkvæmt sjálfbærnilífskjara- og þjónustustaðlinum ISO37120 og snjallborgarstaðlinum ISO37122. Sveitarfélagið hefur fengið platínuvottun tvö ár í röð fyrir ISO37120. Þessar mælingar eru samanburðarhæfar við um 100 sveitarfélög í heiminum sem einnig eru að nýta sér staðalinn.
Mælingar úr ISO 37120 staðlinum eru meðal annars notaðar til þess að mæla þróun á stöðu innleiðingar Kópavogs á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með því að nýta þær í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar. Allar mælingarnar að undanskildri þeirri fyrstu hér fyrir neðan eru tengdar henni.
Mælingin sýnir það fjármagn sem sveitarfélagið hefur ráðstafað á hverju ári til þess að fjármagna verkefni eins og viðgerðir og uppbyggingu vega, brúa, opinberra bygginga og innviða sem hlutfall af heildarútgjöldum. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Traustar eigin tekjur eru sá hluti tekna sveitarfélaga sem eiga uppruna sinn í gjöldum og sköttum eins og lög eða reglugerðir leyfa og segja til um. Aðrar tekjur þar með taldar þær sem önnur stjórnsýslustig veita eru ekki traustar eigin tekjur. Traustar eigin tekjur geta einnig falið í sér hlutdeild sveitarfélaga í tekju- og virðisaukaskatti, þar sem þetta er stöðugur tekjustofn fyrir mörg sveitarfélög. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Innheimtur skattur vísar til útsvars sem sveitarfélagið hefur innheimt frá íbúum. Þessir skattar fela til dæmis í sér fasteignagjöld. Mælingin er tengd við Heimsmarkmið 16.6 (HM 16.6: Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi) í Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar.
Innkaup eru stór þáttur í starfsemi bæjarins. Um innkaupin gilda lög og reglur sem ber að fylgja. Innkaupastefna Kópavogsbæjar byggir á heildarstefnu Kópavogsbæjar. Stefnan tekur mið af stefnu fjármálasviðs ásamt því að hafa aðrar stefnur og áætlanir Kópavogsbæjar til hliðsjónar. Markmið innkaupastefnu er að tryggja að innkaup séu samkvæmt lögum og reglum um opinber innkaup auk þess að vera ábyrg, hagkvæm, vistvæn, heiðarleg og gagnsæ.
Sjá nánar innkaupareglur Kópavogsbæjar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin