Rafrænn kynningarfundur um vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi við Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79 verður haldinn 30.nóvember.
Kópavogsbær leitar að ungum sýningarstjórum, krökkum sem búa í Kópavogi á aldrinum 8- 15 ára sem hafa áhuga á umhverfismálum, bókmenntum, listum og vísindum til að vinna með bænum að skemmtilegum verkefnum og viðburðum á næsta ári í kringum Vatnsdropann.
Fyrirkomulag fundar um breytt deiliskipulag Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar -3 og Þinghólsbrautar 77 og 79 hefur verið endurskoðað og athugasemdafrestur framlengdur.
Ekki verður efnt til hefðbundinnar aðventuhátíðar í Kópavogi vegna samkomutakmarkana en hefðin er að halda slíka hátíð daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.
Tekið hafa gildi nýjar stefnur hjá sviðum Kópavogsbæjar, sem eru fimm talsins: Menntasvið, velferðarsvið, umhverfissvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2022 hefur verið lögð fram. Hún var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag, þriðjudaginn 9.nóvember.
Kópavogsbær í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um þverun, uppbyggingu við og/eða yfir Reykjanesbraut og tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára (Smára-, Linda- og Glaðheimasvæði).