Akstursþjónusta

Akstursþjónustu fatlaðs fólks hefur það að markmiði að gera þeim sem ekki geta nýtt almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda. 

Sækja þarf um akstursþjónstu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver. Með umsókn þarf að fylgja vottorð fagaðila  sem staðfestir fötlun umsækjanda eða skort á getu hans til að ferðast með almenningsvögnum. Í umsókn þurfa að koma fram ástæður fyrir umsókn, svo og óskir um fjölda ferða. 

Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441 0000.

Farþegar með samþykkta akstursþjónustu panta bíl í síma 515 2720 hjá Teiti ehf sem sér um aksturinn. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Einnig má panta bíl með tölvupósti á netfangið ferd@teitur.is

Akstursþjónustan er í boði:
Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
Akstur á stórhátíðardögum er auglýstur sérstaklega.

Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.

Gjald er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót og nálgast má gjaldskrá hér fyrir neðan.

Gjaldskrá

Almennt gjald fyrir fólk með fötlun er fyrir hverja ferð helmingur af fargjaldi strætó (nú kr. 315-)
Þetta verð á við:

  • Fastar ferðir pantaðar með dags fyrirvara (fyrir kl. 16:00 daginn áður)
  • Kvöldferðir pantaðar fyrir kl. 16 á virkum dögum eða fyrir kl. 14 um helgar

Ferðir sem kosta kr. 1.000- aukalega:

  • Samdægurs ferðir, þ.e ferðir sem hafa ekki verið pantaðar fyrir klukkan 16 daginn áður.
  • Kvöldferð sem er pöntuð eftir kl. 16 á virkum degi eða eftir kl. 14 um helgi, með a. m. k. 2ja
    tíma fyrirvara.

 

 

    Síðast uppfært 03. júní 2024